Hlín - 01.01.1955, Side 159
Hlin
157
Drotning þín, sem drengir mega sanna,
döpur jafnan sjest fyrir augum manna,
eins og visið aldintrje,
en þó full af hunangi, það hygg jeg sje,
guðhræðslunnar góður dygða blómi,
sem geymir svanninn frómi.
Við hænu líka henni má vel jafna,
heiðurssprunddið angistunum vafna,
sem ber hún vegna sona sín,
sára neyð og angurs pin, því höndin þín
ellefu ljet alla lífi firðá
og aumlegana myrða.
Jeg sá tólfti af ykkar sona liði,
en nú lífi held og góðum friði,
sem verndin drottins veitti mjer,
vita skaltu’ hið sanna hjer hvað orðið er,
óguðlegra eyða kann sá ráði,
og alt gjöra að háði.
Essið það, sem jeg leit blómlegt standa,
orðum mínum hlýddu, gætir landa,
mun víst hafa að merkja þig
og metorðin þín konungleg, sem sýna sig,
firðar allir falla þjer til fóta,
svo náðar megi njóta.
Brotinn háls úr býtum muntu fanga,
sem búið hefur þjer drambsemin þín langa,
rykt verður þjer ráðum frá,
ríkið guð mun öðrum fá, og söðull sá
að eilíifu er þjer af baki dottinn,
þú innra hefur þess vottinn.
Oll þau gæði af þjer hefur þú brotið
í ódygðanna svefni löngum hrotið,
sinn í hóp þjer satan veik,
í syndinni þú brást á leik, þig listin sveik,
heimsins list og holdsins eftirlæti,
sú hjegómlegasta kæti.