Hlín - 01.01.1955, Side 160
158
Hlin
Ríkum guði reikning áttu’ að standa,
ræsis hagur kominn er í vanda,
fyrir barnamorðin bannsett þín,
búin er þjer stærsta pín, að ætlan mín,
iðran lengi undan hefurðu dregið,
að ódygðunum hlegið.
Jeg þinn sonur þjer nú frjettir færi,
föðurinn skyldi’ jeg heiðra, sem mjer bæri,
satt og rjett jeg segi þjer.
snú þjer strax og iðran ger, sem best þjer ber.
Hrekkjamönnum helst kann það til falla,
sem hugleiddu þeir varla.
Olmast tók nú öðlingur í sæti,
um trú jeg lítið í svörunum hann bæti,
unda-naðinn greip svo greitt,
að gæti hann tólfta son sinn deytt og öllum eytt.
Af spakmálunum spektarmannsins fróma,
hann spennir hildar ljóma.
í því bili að kom dauðinn kaldi,
öðling frá jeg verkalaunin gjaldi,
aftur á bak hann datt og dó,
drengjasveitin undrast þó, sem borg í bjó.
Allir biðja æðstan guð að náða
þá óhamingju bráða.
Drengir jarða dauðan gætir landa.
Döglingssonur eftir gömlum vanda,
settur var í sessinn hans,
síðan allur múgi manns þar innan lands
krýna náðu kóng með æru og sóma.
Kvæðið gjörir svo róma.
-------o-------
Fyrðar þeir, sem finna að kvæðum mínum,
færi í lag af góðviljanum sínum,
en álasi ekki mjer,
því enginn hærra fleygir sjer en fiðrið ber,
fuglinn þó að flökta gjöri víða.
Fellur kvæðið síðan.