Melkorka - 01.05.1947, Side 6

Melkorka - 01.05.1947, Side 6
Samkvæmt þessari flokkim lenda 12438. íbúðir í I. flokki, 4676 í 2. og 7550 í 3. flokki. Um það bil þriðjungur landsmanna býr þá eftir þessu í óíbúðarhæfu húsnæði árið 1940, og myndi því geta gefið svarið: ,,Já, ég hef reynt það“ við spurningunum hér að franian. Fjölmargir í 2. flokks íbúð- untim myndu einnig verða að svara mörg- um þeirra játandi, og jró nokkrir í 1. flokki yrðu að játa einn og annan ágalla. í fyrra sá ég ýmis konar skýrslur um hús- næðisástandið á Norðurlöndunum fjórunr utan íslands. Mér hnykkti við margar af þessum tölum og komst að þeirri niður- stöðu, að líklega væri ástandið mun betra á Islandi. Eftir að hafa lesið álitsgerð Arnórs Sigurjónssonar er ég aftur sannfærð um, að svo er ekki. Munurinn er aðeins sá, að við vitum ekki nákvæmlega, hve mörg pró- sent af barnafólki býr í óhæfilega illa gerð- um og þröngum húsakynnum hér. Við vit- um ekki nákvæmlega, hvað víða vantar geymslur, baðherbergi, salerni, skápa í eld- hús og geymslur fyrir föt, og önnur sjálf- sögð þægindi. Og í trausti þessarar van- þekkingar getum við svo barið okkur á brjóst og sagt: Á íslandi eru ekki til nein fátækrahverfi. Á Islandi býr allur þorri manna við mjög svipuð kjör. Hvergi í heim- inum er minni stéttamunur en hér. Fyrsta skilyrði til að lækna sjúkdóm er að þekkja hann, og eitt fyrsta skilyrði til að leysa húsnæðismálin er að vita nákvæmlega, hvernig ástandið er. Samkvæmt áætlunum Arnórs Sigurjóns- sonar þarl' að byggja 10350 íbúðir í stað lélegra og ófullnægjandi íbúða, 2500 íbúðir vegna fjölgunar íbúanna, 1750 íbúðir vegna minnkandi heimila og 250 íbúðir vegna mannflutninga innanlands, eða allt að 1500 íbúðir á ári í næstu 10 ár. Það hefur fyrir löngu sýnt sig bæði liér á landi og annars staðar, að mikill hluti manna liefur ekkert bolmagn til Jress að byggja yfir sig nema með samtökum og að- stoð hins opinbera. Sósíalistar hafa hald- ið Jrví fram, að á þessu sviði senr öðrum væri þörf nákvæms áætlunarbúskapar og framkvæmdar liins opinbera. Afturhaldið hefur ekki viljað viðurkenna Jretta, en Jrorir nú ekki lengur annað sökum hræðslu við fylgismissi. Það spornar þó enn við því, að reynt sé að finna viðunandi heildarlausn Jressa máls. En sú heildarlausn getur ekki verið falin í því t. d. hér í Reykjavík, að bærinn byggi ákveðna tölu íbúða á ári til kaups eða leigu fyrir þá, sem sæmileg ráð hafa á að borga. Slík lausn hlýtur að felast í viðurkenningu á því, að það eigi að ríkja Jrjóðfélagsleg samábyrgð urn öflun sæmi- legra búsjaða vegna Jress að slíkir bústaðir eru ekki eingöngu byggðir fyrir líðandi stund. Þjóðarheildin verður að viðurkenna, að Jrað er ekki hægt að krefjast meira en fullkomins vinnudags af hverjum framfær- anda, og ef laun þau, sem hann aflar sér á Jrann liátt, lnökkva ekki til þess að veita honum viðunandi lnisnæði, verður að sjá honum fyrir því. Vitanlega ætlast ég ekki til, að hver sá, er eyðir launum sínum á annan hátt í ó- þaria, en getur ekki greitt húsaleigu, eigi kost á að fá ódýrt og gott lnisnæði. Það þarf líka að ala upp hjá unga fólkinu þann skiln- ing, að J)ví beri að spara nokkuð af launum sínum til |tess að standa betur að vígi til Jsess að stofna heimili. En Jrað er staðreynd, sem ekki tjáir að neita, að meðan hin frjálsa samkepjtni ræður á húsnæðismarkaðnum, verður það barnafólkið, sem lendir í óhæfu húsnæði. Og jregar svo bæjarfélagið fer að byggja fyrir það nýtízku íbúðir, hefur það aldrei bolmagn til jress að búa í nægilega rúmu húsnæði, miðað við stærð fjölskyld- unnar. Þetta er regla, sem þjóðfélagið er sums staðar larið að taka afleiðingunum af, sérstaklega þar sem fæðingum hefur farið ört minnkandi. Við getum ekki gert okkur vonir um að vera nein undantekning frá reglunni. Á hinn bóginn aukast stöðugt þær kröfur sem gerðar eru til hollustuhátta og innan- 2 MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.