Melkorka - 01.09.1949, Side 5
var byggt á hugmyndalífi og reynslu 19 ára
unglings, ég hafði ekki fylgzt með auðgun
máls og framþróun þjóðlífs síðustu 30 ár
heima í Noregi. Orðaforði minn var tak-
markaður, hugmyndalífið fátæklegt, ég var
eins og fullorðinn maður klæddur í föt af
barni, og svona veit ég að hefur farið fyrir
háttsettum mönnum, lærðum vel, sem heirn
hafa komið.“
,.Hver eru þau innri verðmæti, sem við
horfumst í augu við í baráttunni fyrir því
landi, sem var land föður og móður? Sá
veruleiki er heild, sem samanstendur af
óteljandi smámunum og smáatvikum. Þú
sér fyrir þér lítinn fugl, sem tístir utan við
gluggann, einu sinni í barnæsku þinni.
Faðir þinn kemur í lilaðið einn góðan veð-
urdag eftir langa burtveru. Þú liefur legið
veikur og móðir þín beygir sig yfir þig í
rúminu. Þú liggur andvaka hvassveðurs-
nótt. Þrösturinn syngur. Þú ferð að heiman
í fyrsta sinn. Litli hvolpurinn, sem þér var
gefinn. Fyrsti vordagurinn. Vegurinn, sem
liggur framhjá heimili foreldra þinna.
Borðið, sem þú sazt við, þegar þú byrjaðir
sjálfur að borða með þinni eigin skeið.
Fyrstu haustsnjóar. Þetta allt er heimur,
sem tilheyrir þér einurn, og þú þolir ekki
að skilningssljóir, framandi menn trarnpi
þar um á þungum stígvélum. Að vísu geta
þeir ekki stolið þessum heimi þínum frá
þér, en þeir geta saurgað liann og það er
enn verra.“
„’Eitt er það, sem við höfum lært af her-
námi Þjóðverja: Mennirnir eru betri en
þeir héldu sjálfir. Það getur verið erfitt að
halda í trúna, þegar við stöndum andspæn-
is óþokkaskap einstaklinganna, en þrátt
fyrir það hefur mannkynið sagt: Hingað og
ekki lengra.
Tökum t. d. vald áróðursins, hin almátt-
ugu dagblöð, sem öllu geta ráðið í þjóðfé-
laginu. Nasistarnir trúðu því, eins og aðrir,
að svo væri. En væri það satt, hefði öll
norska þjóðin orðið nasistar. Dagblöðin eru
ekki einvöld. Við í Noregi trúðum því einu
SIGRÍÐUR EINARS:
Landhelgi
Hafbldmans helgi vafið
hvítra jöklanna land.
Þar sem pitt gull er grafið
gnauðar báran við sand.
Vafiið sólhlýjum vindum
varið áscelni skalt,
laugað blátœrum lindum
land mitt, en engum falt.
Alfrjáls eign þinna barna
undranna stórbrotna land.
— Enn skín pin ástarstjarna,
enn ris bára við sand.
V__________________________________)
sinnii, eins og aðrir, að dagblöðin gætu
varið hvaða málstað sem væri, og feng'ið
fólk til að trúa sér. Nasistarnir í Noregi
fengu vald yfir öllum blöðum landsins og
tímaritum. Útvarpið var á þein-a valdi.
Þeir fluttu þjóðinni þann áróður, sem þeim
sýndist, en hvað varð þeim ágengt? Ekki
einn þumlung komust þeir áfram með þjóð-
ina, þrátt fyrir öll þessi tæki. Það eru til
þær hindranir, sem ekki er hægt að yfir-
stíga. Sá, sem reynir það, ber aðeins liöfð-
inu í vegg, sem hann kemst ekki yfir.“
Látum oss vona, að ást vor íslendinga á
föðurlandi og móðurmáli reynist einnig
svo sterk, að þau öfl, sem hér vinna að
niðurrifi þessa hvors tveggja, mæti þeim
múr, sem ekki verður brotinn eða niður
rifinn.
MELKORKA
45