Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 17

Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 17
grænir skógar, sem hann lofar henni, held- ur óvissan sjálf. Katinka vísar því á bug, hún ráfar aftur í sömu kvörnina sem fyrr, eftir að hafa, að því er virðist, sóað tveim dögum í tilgangsleysi. En margt hefur verið sagt og mikið hefur gerzt á þessum tímum. Og eitthvað hlýtur að falla í góðan jarðveg, því held ég að einnig Cora Sandel trúi, þrátt fyrir tor- tryggni hennar, Hún sagði við einn vina sinna ' skömmu fyrir frumsýninguna á Kranes konditori í Stokkhólmi, að hún gerði sér enga von um að leikritinu yrði vel tekið, en ef þeir fáu vinir hennar, sem í salnum væru, klöppuðu, þá væri hún sjálf ánæs-ð. (Greinin er rituð fyrir Melkorku, en þýdd af J. O.) MYNDVEFNAÐURINN NYI Eftir Auði Sveinsdóttur KóngshöfuÖ úr Peter Dass-teppinu Myndvefnaður. er vaknaður til lífsins aftur og stendur með blóma í mörgum lönd um. Nútímastórhýsi, opinberar byggingai og kirkjur eru nú skreyttar nýjum mynd- ofnum tjöldum. í löndum þar sem teppa- vefstofur hafa sofið þyrnirósarsvefni í heila öld eða lengur er nú hafið starf á ný, einsog í Frakklandi og Belgíu. Þessi endurvakning á langan aðdraganda. En árið 1933 markar spor í sögu myndvefn- aðarins. Þá er það sem franska merkiskon- an frú Cuttoli, forstöðukona vefstofanna í Aubusson skorar á helstu málara parísar- skólans, sjálfa heimsmálarana, til samvinnu við sig og vefstofur sínar. Meðal þeirra sem urðu að óskum hennar voru meistarar eins- og Braque, Picasso, Rouault, Miro, Leger, Lurcat og fleiri. Fyrirmyndir sínar máluðu þeir með olíulitum á léreft, að undantekn- um Lurcat og Miro; þeir útbjuggu frumdrögin á pappaspjöld líkt og tíðkast um vinnuteikningar að handavinnu. Tepp- in voru svo ofin og sýnd í París, London og New York, en árangurinn var misjafn. Það kom í ljós að Lurcat einn skildi til fulls að mynddúkurinn hefur sín lögmál fyrir sig og listvefnaður og málaralist eru sitt hvað. Lurcat hefur langa reynslu að baki sér, því þegar 1915 lætur hann vefa eftir fyrsta vinnuspjaldi sínu. Lur^at og annar fransk- ur listamaður á þessu sviði, ekki síðri, Gro- maire, hafa á undanförnum árum, bæði í stríðinu og eftir stríð, haft nána samvinnu við vefstofurnar í Aubusson. Þeir eru nú heimsmeistarar þessarar endurvöktu list- MELKORKA 57

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.