Valsblaðið - 01.05.1993, Page 14

Valsblaðið - 01.05.1993, Page 14
auki þjálfar Ingi Rafn 6. flokk pilta ásamt Þórði Sigurðssyni. Stundaskráin er ákaflega stíf hjá systkinunum, fátt annað kemst að en að sækja skólann, lesa námsbækur, stunda æfingar og keppa. “Ég horfi að minnsta kosti ekki mikið á sjónvarp,” segir Kristjana. A síðasta ári tók Ingi Rafn sér eins árs hlé frá námi sem kom sé ágætlega þar sem nóg var að gera í handboltanum. “Ég veit ekki hvernig farið hefði með námið þar sem úrslita- keppnin var fram í miðjan maí,” segir hann. Hrund sem er á síðasta ári í hjúkrunarfræði í Háskólanum bætir við: “Ég var bara áhangandi og svo einnig í prófum og þetta var meira en nóg fyrir mig.” Guðrún er bamakennari og ég spurði hana því hvort ekki væri fulllangt gengið þegar íþróttimar væm beinlínis famar að tefja bömin frá náminu. Hún svarar: “Þetta gefur börnunum óskaplega mikið, þau leggja mikið á sig og fá mikið í staðinn. Félagsskapurinn er góður og það verða yfirleitt bestu vinimir sem maður hefur staðið í þessu stússi með. Bömin læra líka mikið á þessu, læra að taka tillit til annarra og að vinna með öðmm, fyrir svo utan alla hreyfinguna. I starfi mínu sem sérkennari vinn ég mikið með misþroska börn og þar er lögð mikil áhersla á hreyfiþjálfun, samhæfingu, jafnvægisæfingar og fleira. Þetta hefur heilmikið að segja fyrir námsárangur barnanna. Og ég hef séð það á mínum börnum, að þó að handboltinn taki stundum tíma frá náminu þá koma þau oftast endumærð heim af æfingum.” Nú fer Ingi Rafn, sem er 23 ára, að nálgast 200 leiki í meistaraflokki og Kristjana er orðin fastur leikmaður í meistaraflokkshópnum, aðeins 17 ára gömul. Samanlagt eru Jón og börnin komin vel yfir fimm hundruð leiki og það er engin goðgá að segja að ef til vill verði þetta fyrsta Valsíjölskyldan sem nær yfir þúsund leikjum samtals í meistaraflokkum í handbolta. Já, svona eiga Valsfjölskyldur að vera!!! Valskórinn syngur fyrir Lollapottsfélaga V axandi starfsemi vegum félagsmálaráðs Félagsmálaráð Vals hefur það að markmiði að efla annað félagsstarf innan Vals en keppnisíþróttir og að auka þátttöku álmennings í störfum félagsins. Ráðið hefur á liðnu ári lagt áherslu á að koma af stað eða styðja við starf áhugahópa um ýmiss konar tómstundaiðju á Hlíðarenda. Ymsir liðir eru orðnir fastir í sessi á vetrardagskránni ■ vikulega eða oftar: Danskennsla, pílukast, beinar útsendingar frá ensku knattspyrnunni, söngæfingar Valskórsins og gönguferðir og skokk um Öskjuhlíóarsvæðið. Skákkvöld eru mánaðarlega og bridgemót er á dagskránni síðar í vetur. Einnig er rétt að minnast á líflega laugardags- morgna þar sem getraunanefnd Vals hefur opið hús fyrir tippara og aðra sem vilja þiggja kaffi og með því, spjalla saman, gripa i tafl eða spil og spá i næstu umferð í ensku og ítölsku deildunum. Félagsmálaráð sér um útgáfu fréttabréfs Vals nokkrum sinnum á ári. Ætlunin er að reyna að fjölga útgáfu- dögum og flytja þannig sem ferskastar fréttir af starfseminni, bæði á vegum félagsmálaráðs og í deildunum þremur, handknattleiks-, knattspymu- og körfu- knattleiksdeild. Þá er í bígerð að dreifa fréttabréfinu i öll hús í næsta nágrenni Hlíðarenda til að efla tengsl Vals við íbúana. Vonast er til að sem flestir geti fundið tómstundastarf við sitt hæfi á Hlíðarenda, einnig þeir sem ekki hafa áður stundað íþróttir eða starfað undir merkjum Vals.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.