Valsblaðið - 01.05.1993, Page 30
Valsmaður
að vestan
Frá því að Þorgrímur Þráinsson gekk í
raðir Valsmanna á áttunda áratugnum,
hefur Ólafsvík skipað sérstakan sess hjá
knattspyrnudeildinni. Var Þorgrímur
ófeiminn við að halda merki staðarins á
lofti og er m.a. að minnast
eftirminnilegrar helgarferðar
meistaraflokksins á söguslóðir Þorgríms
á Snæfellsn.esi. Eftir að hann lagði skóna
á hilluna tók annar Ólsari við merkinu,
en það er að sjálfsögðu Steinar Adolfsson.
Steinar hefur spilað undir Valsmerkinu ffá
árinu 1986 er hann kom að vestan og hóf
aó leika með 3. flokki. Hann hefur verið
fastur maður í Meistaraflokki frá árinu
1990, og spilað yfir 100 leiki.
Við hittum Steinar að máli i
Valsheimilinu og segir hann nú frá.
Ólafsvíkurárin
Það var mikið um að vera í íþróttum
þegar ég var að alast upp.
Mikill áhugi var og var stundað
aðallega knattspyrna og körfubolti, og
snerist allt okkar líf um íþróttir.
Margir íþróttamenn ,bæði körfu - og
fótboltamenn frá Ólafsvík hafa gert það
gott í íþróttum annars staðar, eins og t.d.
Þorgrímur, Magnús Stefánsson (FH), Atli
Alexandersson (FH), Logi Úlfljótsson
(Þróttur),
Þá má nefna að Helgi Kristjánsson,
núverandi ffamkvæmdastjóri knattspymu-
deildardeildar Vals var mjög virkur í
félagsstarfinu fyrir vestan, bæði sem
leikmaður, þjálfari og framkvæmdastjóri.
Þessum mönnum, sem eru allir nokkru
eldri en ég, fylgdist ég með á
knattspymuvellinum er þeir voru að leika.
Það má segja að eftir að Þorgrímur fór
VALS blaðið 30