Valsblaðið - 01.05.1993, Side 38

Valsblaðið - 01.05.1993, Side 38
YNGRIIÐKENDUR Texti: Hanna Katrín Friðriksen Sonja Jónsdóttir Leikmaður með 2. flokki og meistaraflokki í handbolta Sonja er ein af þeim efnilegri í handboltanum í Val og þó víðar væri leitað. Hún er 17 ára gömul, á yngra ári í 2. flokki og á að baki nokkra unglinga- landsleiki. A síðasta keppnistímabili var Sonja i hinum sigursæla 3. flokki sem vann þrennuna með glæsibrag, varð Reykjavíkur-, Bikar- og Islandsmeistari. I ár gengu flestar stúlkumar upp í 2. flokk og ætla greinilega að halda áfram sigurgöngunni þar. „Við unnum Reykjavíkurmótið nú í haust og urðum í 2. sæti í 1. deild í síðustu “tumeringu.” Þar era erfíðustu keppinautamir Haukar og Víkingur, en við eigum ágætis mögu- leika þó Haukastelpurnar séu allar árinu eldri en við.” Þjálfari Sonju undanfarin ár hefur verið Mikhail Akbachev. “Hann er mjög góður, sérstaklega hvað varðar tækni- æfingar. Það er samt nauðsynlegt að vera með aðstoðarmann með honum til að sjá um búningamál og fleira. Það hefur verið aðeins of mikið skipulagsleysi í kringum þau mál hjá okkur,” segir Sonja. Undanfarin tvö ár hefur Sonja æft með meistaraflokki kvenna og í vetur hefur hún náð að vinna sér sæti í byrjunar- liðinu i vinstra horninu. Aðspurð um fyrirmynd i handboltanum nefnir hún annan hornamann sem gerði garðinn frægan með Val og landsliðinu, Jakob Sigurðsson. “2. flokkurinn æfir með meistaraflokki og fær síðan 1-2 séræfingar á viku þannig að ég æfi svona 5-6 sinnum í viku. Það eru mikil viðbrigði að spila með meistaraflokki því það er miklu meiri hraði og harka þar. Það hefur ekki gengið nógu vel í meistaraflokki í vetur enda eru margar hættar frá því í fyrra. ‘Eg held þó að framtíðin sé björt hjá félaginu.” - Hvað með framtíðina hjá þér? ‘“Eg held bara áfram að æfa og auðvitað set ég markmiðið sem hæst, er það ekki að komast í landsliðið? Annars gefst lítill tími fyrir önnur áhugamál en handboltann með skólanum,” segir Sonja, en hún er á 2. ári í MH. Matthías Guðmundsson Leikmaður með 4. flokki í fótbolta og handbolta Matthías er tólf ára. Hann byrjaði að æfa fótbolta hjá Val níu ára og æfir nú í vetur ijórum sinnum í viku hjá Kristjáni Halldórssyni þjálfara í 4. flokki þar sem hann er á eldra ári. „Eg er ánægður með þjálfarann og hópurinn er stór og góður. Hins vegar mættu strákamir á yngra árinu mæta betur á æfingar. Okkur gekk ekki alveg nógu vel í sumar og komust ekki í úrslit í Islandsmótinu. Við stefnum bara að því að gera betur næsta sumar,” segir Matthías sem spilar sem framherji og hefur oft gengið betur að skora mörk en síðasta sumar. Fyrirmyndin í fótboltanum er Maradonna. Matthías lætur sér ekki nægja að sparka bolta. Hann æfir líka handbolta og þá að sjálfsögðu með Val þar sem hann er á yngra ári í 4. flokki. Þar er þjálfarinn hinn rússneski Mikhail Akbachev. “Mikhail er rosalegur góður þjálfari sem kennirmanni mikið,” sagði Matthías, en hann leikur í vinstra hominu í hand- boltanum. Þar er fyrirmyndin Valdimar Grímsson. - Hvort er nú skemmtilegra að spila fótbolta eða handbolta. „Eg ætla að æfa báðar íþróttagreinamar eins lengi og ég get, en ég að ef ég þyrfti að velja yrði fótboltinn ofan á.” Aðspurður um aðstöðuna og unglinga- starfið hjá Val sagðist Matthías vera mjög sáttur. Vinir hans er margir í boltanum í Val og mórallinn er finn. „Ætli Valur sé ekki bara besta félagið til að vera í.” Bjarni Þór Pálsson Leikmaður með 7. flokki í körfubolta Bjarni er tólf ára og hefur æft körfúbolta i Val í tvö ár. Hann segir að þó að flokknum hans hafi ekki gengið mjög vel til þessa sé hópurinn efnilegur og til alls líklegur í vetur undir stjóm þjálfarams Sigvalda Ingimundarsonar. “Við setjum alla vega markið hátt og stefnum að því VALS blaðið 38

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.