Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 39
að verða Reykjavíkur- og íslands-
meistarar.”
Langtímamarkmiðið hjá Bjama er
að komast í meistaraflokkinn hjá Val og
landsliðið og til þess að eiga möguleika á
því æfír hann vel og samviskusamlega.
Tveir leikmenn eru hans helstu fyrir-
myndir í körfuboltanum. Annar er í Val,
Frank Booker hinn bandaríski þjálfari og
leikmaður með meistaraflokknum og hinn
leikur í NBA-deildinni í Bandaríkjunum.
Það er Shaqual O'Neill.
- Hvað með önnur áhugamál Bjami?
„Ég fylgist með fótbolta og körfubolta en
æfi bara körfuboltann enda er hann
skemmtilegastur.” Bjarni segist vera
ánægður með unglingastarfið í félaginu
og aðstöðuna að flestu leyti en vill þó
koma því á framfæri að það mætti bæta
sturtuaðstöðuna í gamla húsinu.
Tómas Ingi
Helgason,
Ólafur Thors
og Arnar
Guðnason
Leikmenn með 6. flokki í
handbolta
6. flokkur karla í handknattleik æfír
þrisvar í viku undir handleiðslu
þjálfaranna Inga Rafns Jónssonar og
Þórðar Sigurðssonar.
Tómas Ingi er tíu ára og því á eldra
ári í 6. flokki. Hann er markmaður í A-
liðinu og segir Geir Sveinsson og
Guðmund Hrafnskelsson vera uppáhalds-
leikmenn sína en ætlar samt að með
tímanum að taka sæti Guðmundar i marki
meistaraflokks Vals og í landsliðinu. „Ég
er búinn að æfa handbolta með Val í 3 ár.
Fyrsta árið bjó ég á Skúlagötunni, en nú
er ég fluttur upp í Árbæ. Ég held samt
áfram að æfa með Val því það er besta
félagið. Pabbi og afí eru duglegir að keyra
mig á æfíngar.”
Ólafur Thors er níu ára og því á
yngra ári í 6. flokki. Hann er líka
markmaður og stendur í marki B-liðsins
eins og er. Ólafur setur markið hátt líkt
og Tómas Ingi. Hann á sömu uppáhalds-
leikmenn og ætlar að berjast við Tómas
Inga um stöðu Guðmundar Hrafnkels-
sonar eftir einhver ár. „Ég er búinn að
æfa handbolta í tvo ár. I fyrra var ég líka í
fótboltanum en nú er ég hættur því.
Handboltinn er skemmtilegri.”
Amar Guðmundsson byrjaði að æfa
handbolta fyrir nokkrum vikum, en áður
hafði hann prófað bæði fótbolta og
körfubolta hjá Val. Hann ætlar nú að
einbeita sér að handboltanum en hefur
samt alltaf gaman af því horfa á NBA-
körfuboltann. Arnar leikur sem skytta
hægra megin fyrir utan og er ánægður
með þá stöðu enda segja félagarnir að
hann sé góður skotmaður og bestur í
langskotunum. Uppáhaldsleikmaður
Arnars er önnur góð skytta, Sigurður
Sveinsson.
Strákarnir líta björtum augum á
ffamtíð flokksins í handboltanum og segja
stefnuna setta á að vinna titla sem fyrst.
Þeir eiga reyndar einn bikar í bikarskáp
Vals, en það er prúðmennskubikar sem
þeir unnu fyrir tveimur ámm. I vetur hefur
leiðin legið upp á við. A-liðið lenti t.d. í
2. sæti á sterku HK-móti og B-liðið i 3.
sæti.
Tinna
Sigurðardóttir
Leikmaður með
stúlknaflokki í körfubolta
Tinna er 11 ára nemandi í
Hlíðaskóla. Hún er nýbyquð að æfa körfu-
bolta með Val, mætti á fyrstu æfinguna
síðastliðið haust. Hún segir að æfíngamar
séu skemmtilegar og ber Jenný þjálfara
vel söguna en segir hins vegar að of fáar
stelpur séu á æfingum. „Ég kom með
tveimur vinkonum mínum á æfingu og er
að reyna að draga fleiri með. Siðan em
reyndar alltaf að bætast aðrar stelpur við
og hópurinn er að stækka. Liðið er búið
að keppa einu sinni í vetur í Grindavík en
það gekk nú ekki vel. Það varð einhver
ruglingur og við kepptum við of gamlar
stelpur í hinum liðunum og töpuðum
öllum leikjunum. I desember eigum við
að keppa aftur. Þá verða jafngamlar
stelpur í hinum liðunum og við ætlum að
standa okkur betur.”
Tinnu þykir ekki erfítt að hitta í
körfuna en ætlar samt að æfa vel til að
verða miklu betri. Hún æfir nú þrisvar í
viku og stefnir að því að leika með
meistaraflokki þegar hún verður eldri.
Hún á engan uppáhaldsleikmann i
körfuboltanum en ætlar sjálf að verða best.
Tinna segir þó að það geti verið að Jenný
þjálfari verði uppáhaldsleikmaðurinn
þegar hún fer að spila með meistaraflokki
kvenna í Val eftir áramót.
VALS blaðið 39