Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 43

Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 43
Þegar Guðmundur er ekki að láta henda í sig bolta má sjá á honum nýjar hliðar. Hann sér til dæmis alfarið um húsverkin þessa dagana þar sem Valdís varð fyrir því að óhappi að axlarbrotna fyrir stuttu. Valdís segir að hann standi sig svo vel að til greina komi að hanna verkaskiptingu heimilisins upp á nýtt. kunnur Valsmaður, Einar Þorvarðarson, að flækjast íyrir honum en frá árinu 1990 hefur Guðmundur verið aðalmarkvörður landsliðsins. „Fyrsti stórleikurinn minn var úrslitaleikurinn í B-keppninni í Frakk- landi þegar Einar meiddist og við unnum gullið. ‘I A-keppninni í Tékkoslóvakíu árið eftir var Einar með en það má segja að ég hafi verið byrjaður að taka við. Það var erfitt að koma þama inn enda hafði Einar verið mjög lengi fyrsti markvörður landsliðsins. Það var í þessari keppni sem markvarslan var ekki nógu góð, frekar en margt annað í leik liðsins. Þetta var síðasta stórkeppnin þar sem Bogdan var við stjómvölinn og það var komin ákveðin þreyta í hópinn. í B-keppninni árið 1992 var Þorbergur tekinn við liðinu og Einar Þorvarðar var honum til aðstoðar. Þar unnum við okkur aftur sæti meðal A- þjóða.” Tíminn frá því að Þorbergur og Einar tóku við landsliðinu hefur verið mjög við- burðarríkur. Landsliðið hefur verið á ferð og flugi og markvarslan er Guðmundi eðlilega ofarlega í huga. „Á þeim stór- mótum sem landsliðið hefur tekið þátt í frá Tékkoslóvakíu 1991 hefur mark- Þegar sumarfríið loksins kom var það notað vel. Guðmundur kvæntist unnustu sinni Valdísi Arnarsdóttur ogá brúðkaups- myndinni er einnig sonur þeirra Arnar varslan frekar staðið upp úr ef eitthvað er. Það kom upp ákveðið vantraust fyrir B- keppnina í Austur- ríki 1992 en ég held að við höfum staðið það af okkur. Eg tel að síðan hafi markvarslan ekki verið vandamál hjá liðinu. Sumarið eftir keppnina í Austur- ríki komu Olympíu- leikar sællar minn- ingar þar sem ís- lenska landsliðið náði besta árangri sínum fyrr og síðar, tjórða sætinu. Síðan tók við erfið deildarkeppni hér heima og í henni miðri heimsmeistarakeppnin í Svíþjóð. „Þetta hefur verið mikið álag og það má segja að frá því í Austur- ríki hafi lífið verið hand- bolti,” segir Guðmundur. Síðastliðið sumar fékk hann þó kær- komið sumarfrí, það fyrsta í sex ár. Það var því um að gera að nota fríið vel og Guðmundur gekk í það heil- aga með unn- ustu sinni Val- dísi Arnars- dóttur. „Þetta hefur verið lengi á stefnuskránni en aldrei unnist tími til þess að láta verða af því fyrr en í sumar,” segir Guðmundur sem á með Valdísi soninn Amar. Aðspurður um væntingar til Vals- liðsins í vetur segir Guðmundur að vissu- lega sé stefnan sett á að verja stóru titlana tvo. „Það er þó alltaf erfitt að verja titla og vera það lið sem andstæðingamir vilja helst vinna. Við eigum hins vegar alla möguleika á að standast þá pressu. Þetta er erfið áskorun en að sama skapi skemmtileg,” segir Guðmundur sem tel- ur að helstu andstæðingamir í vetur verði Haukar, FH og jafnvel Víkingar. - Að loknu eftirminnilegu tímabili hjá Val síðasta vetur hurfu þrír af burðarásum liðsins á braut. Geir Sveinsson fór aftur til Spánar í at- vinnumennskuna, Valdimar Grímsson gekk til liðs við KA og Jakob Sigurðsson lagði skóna á hilluna. Það hefur ekki hvarflað að þér að breyta til? „Eins og er sé ég ekki fyrir mér annað félag hér á landi sem ég vildi frekar leika með. En þó ég sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.