Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 48

Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 48
Valsmaður í húð og hár Texti: Hanna Katrín Friðriksen Ragnar Þór Jónsson, fyrirliði meistara- flokks Vals í körfuknattleik, er einn af „öldungunum” í liðinu þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall. Það segir sína sögu um meðalaldur liðsins enda hefur mikil endurnýjun átt sér stað þar á síðustu tveimur árum. Af hópnum sem lék til úrslita um ‘Islandsmeistaratitilinn vorið 1992 eru aðeins tveir leikmenn eftir auk Ragnars. Það eru Guðni Hafsteinsson og Frank Booker sem er í þeirri óvenjulegu stöðu að vera einn af gömlu strákunum þrátt fyrir að vera nú aðeins að leika sinn þriðja vetur með Hlíðarendaliðinu. Ragnar hóf íþróttaferilinn í fótboltanum og þá að sjálfsögðu með Val. Hann var þá átta ára gamall gutti og hélt sig við að sparka í boltann í nokkur ár. Þegar hann var tólf ára slysaðist hann inn á fyrstu körfúboltaæfmguna og þó svo að hann segi að það hafi ekki verið ást við fyrstu sýn varð körfuboltinn ofan á í baráttunni við fótboltann. „’Eg æfði síðan handbolta meðfram körfuboltanum framan af og hafði að minnsta kosti jafn gaman af því þó mér fyndist félags- skapurinn í körfunni skemmtilegri á þessum árum. Síðan kom leikurinn afdrifaríki þar sem ég ákvað að leggja handboltaskónum og einbeita mér að körfunni. Þannig var að ég var á eldra ári i körfuboltanum í 4.flokki en því yngra í handboltanum í sama flokki. Þar þjálfaði Brynjar Harðarson mig og hann er einn af þeim eftirminnilegustu. Eg hef aldrei hftjafn áhugasaman þjálfara. Eg var ekki í byrjunarliðinu í handboltanum þetta árið frekar en aðrir jafnaldrar mínir en einn leikinn var Valsliðið komið með yfirburðastöðu og því leyfði Brynjar okkur „vindlunum” að fara inn á. Það tókst ekki betur til en svo að við vorunr næstum því búnir að klúðra þessu og eftir leikinn var ég svo svekktur út í sjálfan mig að ég hætti. Eg held að ég hafi aldrei sagt Brynjari ástæðuna, en þama fór ég sem sagt að einbeita mér að körfunni.” Þegar Ragnar fór að æfa körfu með yngri flokkunum i Val var meistara- flokkurinn á hátindinum og vann til að myndaþrefalt árið 1983. Síðan hefurliðið unnið hvorugan stóra bikarinn. „Arið 1983 vom Tómas Holton, Bjöm Zoéga og Einar Ólason ungu strákarnir í liðinu. Liðið var gott næstu árin á eftir og oft nálægt sigri. Síðan fóm menn að týnast burt, enda hefur það oft viljað loða við liðið að menn hætti of snemma. Þegar svo fór og Tommi og þessir strákar fóru að leika aðalhlutverkið kom í ljós að það vantaði þá ungu í liðið. Ég er fímm ámm yngri og kom upp úr næsta flokk á eftir þessum strákum. Þama höfðu hreinlega nokkrir flokkar týnst. Þetta er ekki vanda- mál nú heldur frekar það að koma þeim fjölmörgu krökkum fyrir sem vilja æfa körfubolta með Val. Það er öllu skemmtilegra vandamál,” segir Ragnar. Eftir nokkur ár þar sem Valur hafði Ragnar Þór í baráttunni. ekki blandað sér i baráttu efstu liða kom veturinn 1991-1992 þar sem Hlíðar- endastrákamir komu öllum spámönnum á óvart og hleyptu heldur betur fjöri í úrslitakeppnina. Liðið undir stjórn Tómasar Holton vann Njarðvík í undan- úrslitum og síðan þurfti fímm leiki til að skera úr um það hvort Islandsmeistaratitli yrði fagnað í Keflavík eða á Hlíðarenda og Valur mátti þar lúta í lægra haldi. Þetta VALS blaðið 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.