Valsblaðið - 01.05.1993, Qupperneq 50

Valsblaðið - 01.05.1993, Qupperneq 50
meistari með Val og ég er staðráðinn í því að gera allt sem ég get til þess að sá draumur megi rætast á næsta ári. Það gæti orðið siðasta tækifærið mitt. Frumskilyrðið er að fá nokkra góða leikmenn og þar set ég Tomma Holton efstan á blað. Það er sá leikmaður sem ég hef lært mest af í gegnum tíðina og ber mesta virðingu fyrir. Þá þurfa ungu strákamir að ná meiri þroska og reynslu, ná að einbeita sér betur. ‘Eg er sannfærður um að það gerist fyrr þegar þeir verða svona snemma mikilvægur hluti af liðinu eins og hjá okkur í vetur. Þeir þurfa að læra hraðar og það er engin spurning að þeir hafa margir tekið ótrúlega faglega á hlutunum í vetur. Þessir þáttur verður orðinn betri næsta vetur, en það sem vantar í hópinn til að gera hann að meistaraefni er það vantar í svo marga sigurtilfmninguna. Of fáirþeirra sem leika með liðinu þekkja hvað það er að vinna, vera í sigurliði. Þeir sem hafa verið að bætast nýir i hópinn á undanförnum ámm hafa ekki verið að koma úr sigurliðum og það er gífurlega mikilvæg reynsla sem fylgir því. Þetta vantar okkur, ennþá að minnsta kosti.” Körfuboltamaðurinn Ragnar Þór Jónsson er einn af þeim heppni sem er uppalinn í nágrenni við Hlíðarenda. „’Eg var jafnmikið hér á Hlíðarenda og heima hjá mér þegar ég var lítill enda er þetta geysilega góður staður til að alast upp á. Valur er þannig stór hluti af lífí nrínu og langflestir vina minna em Valsmenn. ‘Eg er iðulega á áhorfendapöllunum þegar Valur er að keppa í fótbolta eða handbolta enda er það ævilöng skuldbinding að vera í Val. Þetta félag hefur gefið manni mikið og vonandi hefur eitthvað skilað sér til baka.” Lárus D. Pálsson er einn af þeim sem Ragnar vill fá heim næsta vetur en hann leikur nú með Tindastlóli.

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.