Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Blaðsíða 27
Reglusemi í smáu og stórti er eitt af pví, sem ná-
kvæmlega verður að gæta við uppeldi sangvinskra barna.
J>au hafa sjaldnast prek eða staðfestu t.il pess að Ijúka.
við það, sem pau hafa byrjað á. pau vilja byrja á
nýju verki, áður en hinu fyrra var lokið. J>au vonast
eptir að hið síðara verði skemmtilegra en liið fyrra, og
kæra sig ekki grand, þó að hið fyrra liggi hálfkarað.
t’ennan skort barnsins á staðfestu og p1'6!'* verður
kennarinn að bæta upp með öflugri og stefnufastri leið-
beiningu. Barnið ætti aldrei að fá leyli til að byrja
á nýrri bók, fyr en pað hefði fulllesið liina fyrri. ]>að'
ætti aldrei að hafa leyíi til að hætta við leik í miðju kafi,
sem pað sjálít hefur kosið, til pess að byrja eiuhvern.
annan.
Vægð og eptirlátssemi í pessu tilliti er ókostur en.
ekki kostur kennarans, og kemur barninu fyr eða síðar
á kaldan klaka. Afleiðingin af pví er staðfestuleysi og
skortur á sjálfstæði í vilja og athöfnum. ]>að uppelur
menn, sem hafa hjer um bil jafna hæfileika til allra
hluta, en vantar prek til að komast noklcuð áleiðis í
nokkru einstöku.
Til pess að ganga ekki algjörlega fram hjá hinni
svo kölluðu eiginlega siðferðislegu lilið á uppeldi liins.
sangvinska barns, tökum vjer Imð fram að kennarinn,
verður fyrst og fremst að ástunda að glæða suunleiksást
hjá barninu. þessi tilfinningarnæmu börn lofii hóf-
laust og lasta hóflaust. Hvorttveggja er ósatt og gjörir-
barnið meira og meira hneigt til ósanninda. Hið sang-
vinska barn hefur einmitt sjerlega tilhneigingu til lýgi.
Með pví að inna barnið hreinskilnislega eptir, hvað
sjeu ýkjur, og hvað bláber sannleikur af pví, sem pað
fer með. — með polinmæði og skynsamlegri leiðbein-
ingu — getur kennarinn í pessu tilliti á orkað miklu
góðu í siðferðislegu uppeldi barnsins.