Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Síða 35
33
er til í börnunum. Sá er leiðbeinir eða uppelur kóler-
iskt barn parf á meiri alvörugefni og festu að lialda en
sá, sem elur upp sangvinskt barn. |>að getur gagnvart
hinu kóleriska barni verið varliugavert að setja sig of
lágt, svo sem jafningja pess. Kennarinn verður gagn-
vart pví að standa svo hátt í andlegu tilliti, að barnið
beri sanna virðingu fyrir honum, og pyki mikið til lians
koma. Hið sangvinska barn á að elska kennara sinn,
hið kóleriska á að virða liann. J>að verður að finna,
að ekkert er til, senr kennarinn veit ekki og kanu ekki
betur en pað sjállt. Jiess vegna geta peir menn, sem
ekki eru nægilega orðvarir, eða sem ekki fara gætilega
moð pekkingu sína, aldrei alið upp liólerisk börn svo
að vel fari; ef peir gera pað allt að einu, eiga peir dag-
lega við að búa særandi og meiðandi orð og athafnir af
barnanna hálfu.
Yilji kennarans gagnvart peim verður að vera sterk-
ur. boð hans og bann á góðum rökum byggð, og loforð
hans óbifanlega viss. J>að er pví ávallt heppilegt, að
hafa ekki of mörg orð við kólerisk börn, og telja sem
minnst um fyrir peim að verða má. |>au eru meira en
nógu íljót að finna hvern veikan stað hjá kennaranum;
•og liann getur auðveldlega gefið höggstað á sjer við pess
háttar tækifæri.
pað var eitt sinn að kennari reiddist við kóleriskan
pilt og hjelt langa og orðmarga hegningarræðu yfir hon-
um. Og í bræði sinni spurði hann piltinn að lokum,
hvort hann vildi heldur kjósa: eptirminnilega hegningu
eða pegjandi fyrirlitningu af sinni hálfu. »Jeg gjöri
mig ánægðan með pegjandi fyrirlitning yðar«, mælti
pilturinn pegar í stað, og bekkjarbræður hans ráku upp
skellihlátur. Iiennarinn hafði víst ekki búizt við neinu
svari, sízt pessu. Svarið átti ekki að baka piltinum hegn-
3