Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Síða 61
Um menntun og uppeldi barna.
Eptir
Hjálmar Sigurðarson.
—***■**—
pegar vjer lítum yfir sögu mannkynsins, og hug-
leiðum andlegt ástand liðinna kynslóða á umliðnum
öldum; pá hljótum vjer að sjá, að andleg fiekking,
menntun, listir og jafnvel að eins ígrundandi hugsun,
hefur allt fram að byrjun pessarar aldar verið að inestu
leyti í höndum fárra einstaklinga, eða sjerstakrar stjett-
ar; og þar af hefur aptur leitt, að peir fáu, sem pekk-
ingu hafa haft fram yfir alþýðuna eða ifjöldann, hafa
stjórnað hinum með meira eða miuna einræðisvaldi.
Eeyndar liafa opt komið fram sjerstakir gáfumenn frá
hinum lægri stjettum, sem hafa rutt sjer braut gegnum
alla örðugleika og jafnvel komizt lengra, en sú stjett,
sem hefur haft drottnunarvaldið; og synir karls og kerl-
ingar, í þjóðsögum vorum, sem komust til upphefðar
fyrir hæfileika sína, sýnast benda á þessa baráttu fá-
tækra atgjörfismanna. En þær æðri stjettir hafa, eins
og við er að búast, viljað halda sínum drottnunareinka-
rjettindum sem lengst, enda hafa þær opt haft trúar-
brögðin í liði með sjer. Jafnvel hjá þjóðum þeim,
sem hafa haft frelsi og jafnrjetti í orði kveðnu, liefur
þó þekkingin og valdið að inestu eða öllu verið í höndum