Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Síða 72
70
refsigu<Mr? Sköturnar í ánum, nykrarnir í stöðuvötnun-
um og ormarnir í Hvítá og Lagarfljóti- eru pað ekki
illir vatnaguði? Eru ekki álfarnir eins og jarðarguðir?
Hvað pýðir nú, að kenna kristindóm, pegar látið er
viðgangast, að heiðindómurinn er boðaður samhliða hon-
um frá pví, að harnið lærir að tala? Ættu ekki allir,
sem pekkingu unna, að berjast gegn pví, og kenna al-
menningi, að pjóðsögur og pjóðtrú er ekkert annað en
saga ímyndunaraflsins hjá fyrverandi kynslóðum, en
eru engin söguleg sannindi, að minnsta kosti ekki í
sinni núverandi mynd.
Gjöra má ráð fyrir, að börnum sje almennt kennt
að pekkja hlutina í kringum sig, nöfn líkamspartanna,
dagauöfn, aldur sinn o. s. frv., áður en peim er kennt
að lesa, p. e. að svo miklu leyti, sem pau hafa ekki
lært petta af sjálfum sjer; en pegar algjört nám byrj-
ar fyrir alvöru, pá liggur fyrir pýðingarmikil spurn-
ing: «Hvort á að kenna börnum að eins andlegt eða
að eins líkamlegt nám? Eins og eg lieíi áður sagt, er
pað sannfæring mín, að hvorugt megi eða eigi að kenna
eingöngu, heldur í svo jöfnu hlutfalli hvort rnóti öðru,
sem mögulegt er, og par af leiði, að elcki má hindra
börn ofmjög að leika sjer á unga aldri, pví leikir peirra
eru í stað vinnu fullorðinna, og eptir pví, sem pau
hafa meira fyrir stafni í leikjum sínum, má vonast ept-
ir, að pau verði starfsamari á fullorðinsárunum. Ekki
mun purfa að kvarta yíir pvi, að börnum vorum sje
kennt ofmikið, heldur að peim sje kennt oflítið, ekki
að eins andlegt heldur einnig líkamlegt, en pörf tim-
ans bendir á, að bráð nauðsyn sje, að auka bæði and-
legt og líkamlegt nám, ef pjóð vor á ekki að verða
enn pá lengra aptur úr öðrum pjóðum, en orðið er.
Barátta lífsins er nú ekki komin undir pví, að hafa afl
eins og berserkirnir, sem fornsögurnar segja frá, heldur