Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Qupperneq 75
73
að oss íslendingum er liætt við að gjöra oss stundum
ofháar vonir um stofnanir þær, er vjer höfum komið á
fót, en þegar vonir þessar uppfyllast ekki meðan allt
er í bernsku, viljum, vjer rífa allt niður aptur, til þess.
að byrja á einbverju öðru, sem vjer í það skipti höfum
mestar mætur á í ofvæni vorri, en sem vjer kyrkjum
eins í fæðingunni, svo ekki getur orðið neitt úr neinu.
Söngiir og slm'pt eru ]nvr námsgreinir, er kalla
má, að standi eins og millumliður milli líkamlegs og
andlegs nárns, því tii þess að nema þær útheimtist.
ekki síður líkamslipurð en andlega hæfileika, jafnvel,
þó hvorttveggja sje vanalega talið með andlegu muni.
J>eir sem vilja berjast gegn því, að nám barna sje auk-
ið, munu ekki telja sönginn arðberandi nárn, því ekki
sjeu líkur til lijer á landi, að margir hafi af honum.
verulegt gagn. En hvað segir sagan um þetta? Hún,
segir svo: «Söngmenntunin er eitthvert hið bezta
menningarmeðal bæði fyrir sál og líkama, og söngtnennt-
un hverrar þjóðar er vanalega samferða öðrum fram-
förum hennar. Grikkir skoðuðu hana nærfellt sern móð-
ur menntunarinnar og helguðu henni níu gyðjur, enda.
voru þeir ein sú menntaðasta þjóð fornaldarinnar..
Eorfeður vorir tignuðu skáldskaparguð, og skáldin, sem,
jafnframt hafa hlotið að vera söngvarar, voru taldir-
jafnir mestu íþróttamönnum, og ein af þeirn fyrstu
verkfærum, er ritningin nefuir eru hljóðfæri. Á síðarii
öldum hefur sönglistinni farið sí og-æ fram, og þegar
framfaratilraunir voru byrjaðar á þessari öld, urðu fram-
farirnar í sönglistinni allframarlega í röðinni. petta
er vitnisburður sögunnar. Líífærafræðin segir oss, að
söngur sje ágætur læknisdómur við magnleysi fyrir
brjóstinu, því við það fá lungun meira að starfa, efna-
breytingin í blóðinu verður örari, hraðinn á hringrás
blóðsins eykst og meira fjör færist í allan líkamanu.