Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Side 84
82
fuglanna er 4'/a' C- lieitara, en hjá spendýrunum, enda
eru þeir ólíkt fjörmeiri lieldur en þau. Hringrás blóðs-
ins er hraðari hjá smáum dýrum en stórum, enda eru
smádýrin vanalega fjörugri, og eins eru allar skepnur
fjöiugri í æsku en á íullorðinsárum: Hjartað slær 60 —
80 sinnum á mínútunni hjá fullorðnu fólki, en 90 —
120 sinnum hjá ungbörnum á sama tíma, en sem fer
srnátt og smátt fækkandi með aldrinum. Ung böru
anda allt að 36 sinnum á mínútunni, en fullorðnir 16
sinnum. Allar efnabreytingar í líkama barna ganga
því margfalt óðara, en hjá fullorðnu fólki og þetta
hefur mikil áhrif á sálareðli þeirra. Af þessu er auð-
sætt, að börn hljóta að vera glaðværari, fjörugri og
þurfa meira að leika sjer en þeir, sem fullorðnir eru.
Villt dýr og fuglar, sem svipt eru frelsi sínu verða
daufari, veikbyggðari og þunglamalegri, fílarnir geta t,
d. sjaldan timgast og sumir smáfuglar deyja t. d. «kolibr-
ar». Sama hlýtur að koma hjá mannínum sje eðli
hans misboðið. Barnseðlinu væri því mjög misboðið, ef
börnum væri bönnuð öll glaðværð og saklausir leikir í
frítímum sínum, og margt menningarfrækorn mætti
kæfa með því; enda yrði skólinn þeim með þeirri að-
ferð sá kvalastaður, að þau tækju að hata hann og
jafnframt allt það, er þau ættu að læra. Að sönnu má
misbrúka þetta á þann hátt, að gefa börnuin of lausan
taum, en af tvennu illu er þó betra, að gefa þeim
heldur mikið frelsi, en að drepa í þeim alla manndóms-
neista með harðstjórnar hönd. J>egar þau aptur á móti
gjöra eitthvað ósæmilegt, og áminningar duga ekki
lengur, er nauðsynlegt, að beita jafnvel líkamlegri refs-
ingu, en hvorki má kennarinn beita henni í reiði nje
opinberlega, svo önnur börn sjái, heldur ætti það að
vera gjört í einrúmi, þegar því verður komið við.
Áður en eg skilst v/ð þetta mál, hlýt jeg að minn-