Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Side 93
91
lærðu fáein. f>að var ekkert kennt 1 landafræði eða
náttúrusögu, ekkert kort var til við skólann.
Fjárhagur þessa skóia er þannig: útgjöldin eru laun
kennarans, 285 kr., húsaleiga 18 kr.; önnur útgjöld t.
d. kol og fl. 10. krv verða 313 kr. Tekjurnar; 45 kr. úr
landssjóði; styrkur úr Thorcilliisjóði lianda 4hörnum
20 kr. með hverju = 80 kr.; þær 188 kr., sem vanta
til, er skipt niður á pá, sem sendu börnin á skólann,
svo að skólatillag fyrir hvert barn verður rúmar 8 kr.
Sveitin styður pá ekkert pessa stofnun sína og leggur
ekkert til hennar úr sveitarsjóði.
í Leirunni liefur verið kennsla í 2 vetur í skóla í
3—4 mánuði. J>ar er pó ekkert skólahús, og kennari
hefur verið tekinn sá fyrsti og hezti, sem boðizt hefur,
enda fær hann engin laun nema fæði. Börnin hafa
verið frá 10 -"15. Kennslugreinir liinar löghoðnu og
auk pess söngur; nokkur barnanna lærðu rjettritun og eitt
landafræði. Kennsluáhöld voru engin. Ofn var enginn
í stofunni, sem kennt var í. Kennari í vetur var Sig-
urður nokkur Vigfússon ættaður af Austfjörðum, ungur
maður, heldur vel að sjer, en hefur samt livergi verið
í skóla og aldrei fyrri fengizt við kennslu.
I Höfnunum hefur nú um nokkur ár verið haldinn
skóli fyrir börn um 4 mánaða tíma á vetrum; náms-
greinir hafa verið hinar lögboðnu og auk pess lítið eitt
í rjettritun; par hefur kennslan farið fram í mjög pröngu
og óhentugu húsi; kennarinn hefur orðið að leggja
pað til og hefur eigi haft ráð á öðru en mjög pröng-
um baðstofuenda, svo þrönguin, að hörnin hafa eigi
getað skrifað öll í einu og tæplega getað öll haft sæti,
nema með því að troðast hvert ofan á annað. {>að lít-
ur pó svo út, sem Hafnamenn standi betur að vígi
en almennt gerist, að pví, að geta byggt sjer skólahús.
J>ar hefur í mörg ár verið sannköllnð timburnáma, síð-