Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Side 97
95
Síðastliðinn vetur var haldinn barnaskóli í Kefla-
vík í 6 mánuði. Á honum voru 23 börn; pau voru á
ýmsu reki, svo að pað varð að skipta þeim í 2 deildir.
Kennslugreinir hinar vanalegu; þaraðauki höfðu þau
þroskuðustu rjettritun, landafræði og fáein dönsku.
Kennari við skólann var ungfrú Guðlaug Arasen, sem
í nokkur ár hefur notið menntunar í Danmörku.
Skólinn á enn ekkert húsnæði, en handa lionum var
íeigt «Good-Templarshúsið» í Keflavík; það er í alla,
staði ágætt húsnæði, víst hið bezta, sem notað hefur
verið til kennslu á Suðurnesjum. Borð og bekkir var
ekki hentugt. Ahöld átti skólinn engin, en kennarinn
átti eitthvað af landabrjefum og hnött, sem mátti styðj-
ast við við kennsluna. Framfarir barnanna á þessum
skóla voru eptir vonum í flestum greinum eptir jafn-
stuttan tíma.
Á Ströndinni og í Njarðvíkunum hafa í mörg ár
verið haldnir skólar fyrir börn, en oss er með öllu ó-
kunnugt um fyrirkomulag eða störf þeirra. Skólinn á
Ströndinni komst á stofn fyrir forgöngu sjera Stefáns
Thorarensens, sem lengi var prestur á Kálfatjörn, og
bjó hann svo um, að fjárhagur skólans inun vera svo.
góður, að enginn barnaskóli hjer syðra mun hafa eins
góð efni. Skólinn á allvænt hús og jörð, sem kennar-
inn hefur til ábúðar. Bvort kennsluáhöld eða annar
húsbúnaður skólans er hentugur, er oss ókunuugt.
Framfarir nemendanna við þessa barnaskóla eru
víst eptir vonum, þegar tekið er tillit til allra atvika;
en þó börn læri talsvert af einhverju um nokkra mán-
uði, hætti síðan að miklu leyti við allt nám um nokk-
ur ár, þá er ekki að búast við miklum árangri af
þeirri skólakennslu. J>að er svo leitt að börnin skull,
eigi geta gengið stöðugt á skóla ár eptir ár, að minnsta
kosti í 3 ár, úr því skólinn er til á annað borð. Skóla-