Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2004, Page 29

Bjarmi - 01.06.2004, Page 29
þorpinu. Þaö voru meira að segja mjólkurkrúsirnar úti á hlaöi, fólk hafði greinilega flúiö í skyndi." Ástæöa flóttans var sú að strið hafði geisað milli Bórana- og Sómalíufólksins. Átökin geisuðu í mörg ár og kostuðu um tíu þús- und manns lífið. „Svo fór ég á annað svæði sem heitir Watjilli. Og þar voru bara tóm þorp." Og þannig ferðaðist Helgi um svæðið sem áður hafði verið tilbúið til uppskeru en var nú bara sviðin jörð. Allir höfðu flúið og Helgi varð fyrir miklum vonbrigðum. Hver vill fara? Helgi segir afar mikilvægt að rækta sambandið og tengslin við prédikarana sem ferðast um hér- uðin og boða trúna. í þeim til- gangi hefur Helgi haldið regluleg námskeið fyrir þá og eitt slíkt tveggja vikna námskeið í Neghelli er Helga minnisstætt. „Viö vorum með námskeiðið á morgnana og svo samkomur á kvöldin þar sem ég lét mig hafa það að tala. Ég baö Harald Olafsson að koma og taka þátt í þessu með mér og það gerði hann með gleði. Hann kom á síðari vikuna og talaöi í kirkj- unni og það var alltaf fullt." Að námskeiöi loknu spurði Helgi hina innfæddu hvort allir Bóranamenn á svæðinu hefðu heyrt fagnaðarerindið. „Ég var ekki að meina hvort þeir heföu tekið við fagnaðarerindinu, heldur bara heyrt þaö. Þeir innfæddu veltu vöngum yfir þessu og svör- uðu svo, „við höldum það". Þá sagði ég þeim að fyrst svo væri þá færum við til Marianna-fólksins. Þaö ætlaði aö líða yfir þá," segir Helgi og skellihlær. „Þeir sögðu að Maríannar væru óvinir þeirra og þeir gætu ekki farið til þeirra með fagnaðarerindið. Og það var auð- vitað rétt hjá þeim, Mariannar og Bóranamenn voru óvinir. Svo var það að einn sagði „ég skal fara". En bara einn. Og ég var mjög hrifinn af því að ég skyldi fá hann með mér. Reyndar fékk ég svo fleiri með mér frá Waddera sem voru kennarar og prédikarar. Svo stofnsettum við lestrarskóla á þessu svæði til að ná til múslim- anna sem þar bjuggu." Gæluverkefnið Þar sem tilgangur flugferðar Helga til Waddera að þessu sinni er aö kveðja samstarfsfólk sitt ákveður hann að skjótast til þorpsins Gúrra Gæluverkefnið. I.bekkur skólans í Gúrra sem fáir hafa séð eða heyrt um. Vopnaburður er al- gengur i sveitunum og kristniboðinn lætur vélbyssu þessa Gúrra manns ekki koma i veg fyrir hlýlega kveðju að hætti inn- fæddra. Nemandi i 2. bekk skólans í Gúrra. 29

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.