Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 5
aöra, opinberlega eöa einslega, meö kennslu, tilbeiöslu, guðs- þjónustum og helgihaldi. Hver maöur skal vera frjáls skoöana sinna og því að láta þær í Ijós... (Mannréttindasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna 18. og 19. grein.). Umburðarlyndi gagnvart skoðunum Oftar en ekki eru þeir sem hafa eindregna trúarsannfæringu og láta hana í Ijós sakaðir um skort á umburðarlyndi haldi þeir eindregið fram viðhorfum sínum og sömu- leiðis eru þeir sakaðir um að gera lítið úr þeim sem eru annarrar trúar eða skoðunar. Sömuleiðis er gjarn- an reynt að niðurlægja þá með því að segja þá trúa á hindurvitni sem sérhver skynsamur maður hljóti að hafna. Þá eru hinir trúuðu gjarnan sakaðir um þröngsýni og skort á umburðarlyndi. Allt eru þetta tilraunirtil að þagga niður i þeim, gera þá sem sannfæringuna hafa tortryggilega og varpa á þá rýrð. Að saka þá um skort á umburð- arlyndi sem hafa sannfæringu og tjá hana og reyna að vinna henni fylgi er að snúa umburðarlyndis- hugtakinu upp í andstæðu sína. Reynt er að troða því ofan í kokið á mönnum í því skyni að þagga niður í þeim i stað þess að láta þá njóta En umburðarlyndið hefur fleiri hliðar. Það tryggir ekki aðeins rétt heldur leggur mönnum einnig skyldur á herðar. umburðarlyndis og þess frelsis sem þeim ber til frjálsrar tjáningar svo sem framangreind mannrétt- indaákvæði kveða á um. Að sýna umburðarlyndi er ekki fólgið i því að þegja eða láta sér á sama standa. En umburðarlyndið hefur fleiri hliðar. Það tryggir ekki aðeins rétt heldur leggur mönnum einnig skyldur á herðar. Þess vegna hef ég oft sett skilgreininguna á umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra fram með þessum hætti: Umburöarlyndi felur í sér rétt til aö hafa skoðun og vinna henni fylgi. Jafnframt krefst þaö þess aö menn geri sér far um aö kynna sér og skilja andstæðar skoöanir, temji sér heiðarleg andmæli og geri rétta grein fyrir skoðunum andstæöinga sinna.! Þetta eru mikilvægar skyldur sem umburðarlyndið leggur mönn- um á herðar, þ. e. að afskræma ekki viðhorf andmælenda sinna heldur gera sér far um að hafa skil- ið það sem andmælt er. Oftar en ekki er þessa ekki gætt hvort sem er í trúmálaumræðu eða þjóð- félagsumræðu. Trúarsannfæring Hvað er trú eða trúarsann- færing? Við þurfum ekki að leita lengra en í Hebreabréfið (11.1) til að fá skilgreiningu á þvi: Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auöiö að sjá. Hér er staðhæft að trúin sé full- vissa og snnfæring um það sem ekki er auðið að sjá. Þetta er ólíkt því sem kalla má vitsmunalega vissu. Vitsmunaleg vissa grund- vallast á rökvísi og þekkingu sem leiðir til óyggjandi niðurstaðna sem ekki þarf að deila um. Trúarsannfæring er vissulega ekki vitsmunalaus né þarf hún að vera órökvís. En það sem ræður úrsli- tum um trúarlega sannfæringu er fyrst og fremst það sem við teljum hafa gildi eða merkingu fyrir líf okkar þessa heims og annars. Trúarsannfæring er því huglæg. Að hún sé rétt verður aldrei sannað, þvi verður aðeins trúað. Hún er því 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.