Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 15
Frá kirkjudaginum 2001. Kirkjudagar - uppskeruhátíð kirkjunnar Kirkjudagar 2005 verða haldnir á Skólavoröuholtinu 24. og 25. júní næstkomandi. Þeir eru nú haldnir öðru sinni, en síðast voru þeir haldnir árið 2001. Kirkjudagar eru samstarfsverkefni kirkjunnar allr- ar. Því hefur verið lagt kapp á að leita til prófastsdæma, félaga, stofnana, sókna og einstaklinga sem tengjast kirkjunni til að taka virkan þátt í dagskrá Kirkjudaga. Kirkjudagar eru uppskeruhátíð kirkjunnar, þar sem um leið er horft fram á veginn. Einnig eru þeir markaðstorg. Á Kirkjudögum er hægt að kynnast margbreytilegu starfi kirkjunnar - brúðkaup, kóra- söngur, söngleikir, kynning á starfi KSS og kvikmyndasýningar eru dæmi um fjölbreytnina á Kirkjudög- um. Jafnframt eru Kirkudagar vettvangur fyrir alla þá sem starfa innan kirkjunnar og i félögum teng- dum henni til að hittast, skiptast á skoðunum og hugmyndum. Dagskrá Kirkjudaga er mjög fjöl- breytt. í henni má m.a. finna örþing um tónlist innan kirkjunnar, þar sem fjallað verður um spurninguna hvað gerir tónlist kirkjulega og trúarlega. íslandsfrumsýning verður á kvikmyndinni „Lúther". Boðið verður upp á kynnisferð í fjórar kirkjur með leiðsögn og pilagríma- göngu. Yfir 40 málstofur verða á Kirkjudögum um fjölbreytt málefni og fjölmargir aðilar munu verða með kynningu á starfi sínu, þar á meðal KFUM og KFUK, SÍK og Biblíufélagið. Tónlist mun gegna stóru hlutverki en margir kórar verða með tónleikadagskrá á hátíð- arsvæðinu. Fjölbreytt helgihald verður og stendur þar hæst útimessa sem verður kl. 18 á laugardeginum. Samkór útimess- unnar er opinn öllu söngfólki. Fjölbreytt dagskrá verður fyrir börn og unglinga, svo sem hoppukastal- ar, ævintýraland, risa-fótboltaspil, risa-lúdó og margt fleira. Kirkjudög- um lýkur á laugardagskvöldi með kvöldvöku. Kirkjudagar hefjast föstudaginn 24. júní, kl. 20:00 með opnunar- hátíð sem mun einkennast af almennum söng I léttri sveiflu, en þema kvöldsins verður trúarjátn- ingin. Allir eru velkomnir á Kirkju- daga og ættu að finna sér eitthvað við hæfi á Kirkjudögum. Öll dagskrá er ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar um kirkjudaga er að finna á vefsiðunni www.kirkjan.is/kirkjudagar. Höfundur er verkefnastjóri á biskupsstofu. 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.