Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 34

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 34
„að fæða“. En af því að tíma- ákvörðunin stendur ein og sér er eðlilegt að draga þá ályktun að sérstök áhersla sé lögð á hlutverk hennar í samhengi textans. í þessu sambandi má benda á að þetta er fyrsta tímaákvörðunin í öllum sálminum. Nýja þýðingin skilar þessum blæbrigðum frummálsins harla vel, það á reyndar einnig við um þýðinguna „I dag hef ég getið þig“ i staðinn fyrir „í dag gat ég þig“. Stundum býður íslenskan ekki upp á að hebreskri orðaröð sé fylgt nákvæmlega. Gott dæmi um það er upphafið á sálmi 72: „Guð, fel konungi dóma þlna og konungs- syni réttlæti þitt.“ Orðaröðin í hebresku er Guð - dóma þina - konungi - fel! Boðhátturinn (fel) stendur aftast í fyrri setningu frum- Nauösynlegt er aö gera ráð fyrir ólíkum tegundum biblíuþýöinga. Hver þeirra dregur dám af því markmiöi sem hún lýtur. textans og honum er bersýnilega ætlað að tengja saman báðar setn- ingarnar. Boðháttur í íslensku getur ekki tekið þessa stöðu innan setn- ingarinnar og því er óhjákvæmilegt að endurraða setningaliðunum. Hér er ekki rými til að taka fleiri dæmi um breytingar sem flokka má undir umbætur af þessum toga í nýju þýðingunni. Ólíkar biblíuþýðingar Nauðsynlegt er að gera ráð fyrir ólíkum tegundum biblíuþýðinga. Hver þeirra dregur dám af því markmiði sem hún lýtur. Þannig Rutarbók á konsómáli. eru til biblíuþýðingar sem ætlað er ***"»> h.*í *** hya. r'ih,* v* T+£Th hT htk 4>í-h hCrt. h h.*fcí «A7í- h. h£\&'} hTh Vif.i °Tih, M fm-c-il hitrti-} hCV'i 9+£.* hrt- hJ* a> h* fr-hh.'B’} faoi h m h?+ Trt h*B rc -M* hTK.T'} Ýh h h. hTh.ay ua>-tiao,: rt.«n»A -M- o»A£í fl> *Ah.A h<? TCfí h'}?'},: h, ■S.A+ h h. hT hh. 'fc-fcfljf hT-h M -hi W»?°h Ah \?£V h£\ h7h Trt-fc A-TÍ-fc h hfí. aun* h.'fci: Slíkur samanburður mun ávallt leiöa í Ijós þær ólíku áherslur sem birtast í mismunandi þýðingum. að gegna fagurfræðilegu hlutverki. í öðru lagi eru til biblíuþýðingar sem lúta lögmálum kennslu- og uþþeldisfræði án þess að í þeim sé afstaða tekin til textafræðilegra vandamála. í þriðja lagi má nefna þýðingar sem gegna textafræðilegu hlutverki. Þær hafa gjarnan ítarlegar málfræðilegar og textafræðilegar athugasemdir sem gerðar hafa verið við frumtextann. í fjórða og siðasta lagi má nefna þýðingar sem byggjast á siðastnefndum for- sendum og settar eru fram handa hinum almenna, gagnrýna lesanda. Nýja islenska biblíuþýðingin flokkast undir síðastnefndu teg- undina. Orðrétt eða frjáls þýðing? Höfuðatriði er að lesandinn geti ávallt gert sér grein fyrir því hvers konar þýðingu hann hefur í hönd- unum. Sú flokkun biblíuþýðinga sem kennd er við Eugene A. Nida og Johannes de Waard fylgir sam- bærilegum sjónarmiðum: milli-lína- þýðing (interlinear), bókstafleg þýðing (literal), náin sambærileg þýðing (closest natural equivalent), aðlöguð þýðing (adapted) og menningarleg endurtúlkun (cultur- ally reinterpreted)." Flokkun sem þessi sýnir að gerður er skýr grein- armunur á því hvort um sé að ræða orðrétta eða frjálsa þýðingu, hvort þýðingin sé frumtextanum og heimi hans trú eða hvort hún miði fyrst og fremst við lesendahópinn, það er fólkið sem kemur til með að nota textann. Vissulega má gera ráð fyrir því að orðrétt þýðing leiði oft til misskilnings, ekki síst hjá þeim sem ekki hafa vald á frum- málinu. í svokölluðum frjálsari þýðingum er hættan hins vegar sú að frumtextinn sé túlkaður of þröngt, ekki sfst textar sem eru að öðru jöfnu opnir fyrir ólíkum túlkun- armöguleikum. Heidemarie Salevsky hefur gert ágæta tillögu um flokkun biblíuþýðinga. Hún greinir þrjár grunngerðir: 1) Þýðingar þar sem megináherslan liggur á byggingu eða formi bibliu- textanna (einkum á forsendum málvísinda, orðfræði og setninga- fræði). 2) Þýðingar með megin- áherslu á merkingu textanna. í slikum þýðingum er ekki lögð áhersla á að fylgja frumtextanum nákvæmlega heldur koma merk- ingunni til skila.“ 3) Þýðingar með megináherslu á áhrifin. Slikar þýðingar taka fyrst og fremst mið af afmörkuðum lestrarhópum sem framsetning textans miðast við.x Kostir nýrrar þýðingar Burtséð frá því hvaða afstöðu fólk tekur til fyrrgreindra sjónar- miða er nauðsynlegt að undirstrika kosti þess að fram komi ný íslensk biblíuþýðing i upphafi 21. aldar. Er þá alls ekki tekin afstaða til þeirra fjölmörgu spurninga sem vaknað hafa um „breytingar" sem gerðar hafa verið. Ekki má gleymast að um nýja þýðingu er að ræða þar sem þýtt er beint úr frummálinu. Þess vegna ætti ekki að koma á óvart að þetta er ekki sama þýð- ingin og út kom árið 1912. Kostir nýrrar bibliuþýðingar felast meðal annars í þvi að viðbótarþýðing býður upp á samanburð við eldri bibliuþýðingar. Slíkur samanburður mun ávallt leiða í Ijós þær ólíku áherslur sem birtast í mismunandi þýðingum. Þýðendur eru misjafnir enda líklegt að ólíkir þýðendur dragi fram ólíka áhersluþætti i frum- málinu. Af þeim sökum hlýtur það að teljast til talsverðra forréttinda að eignast nýjan biblíutexta á íslenskri tungu sem hægt er að bera saman við eldri íslenskar og erlendar þýðingar. Vonandi tekst okkur að gera nýja bibliuþýðingu að kirkjubiblíu allra landsmanna sem komandi kynslóðir munu nota í helgihaldi og persónulegri trúrækni. Höfundur er doktor í gamlatestamentis- fræðum og stundakennari við guðfræðideild HÍ. ko@hi.is 34

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.