Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 43
Kverkfjöll séð frá Öskju.
Föður
Myndin af Guði föður er sett
fram til að árétta að frá honum
kemur allt líf og hann vakir yfir því.
Hann er höfundur lífsins og
verndari.
Guð er yfir það hafinn að vera
kynbundinn og í trú á Guð föður
felst engin fullyrðing um karlguð.
í Biblíunni er Guði einnig líkt við
umhyggjusama móður (Jes.
49:14-15) til þess að árétta þetta.
En mynd Guðs föður er skír-
skotun til hins ábyrga, umhyggju-
sama föður sem bregst ekki börn-
um sínum heldur stendur með
þeim, styður þau, verndar og agar.
í fyrstu grein trúarjátningarinnar
hefur þetta orð stórkostlega
merkingu. Guð, sem um ræðir, er
ekki fjarlægur og upphafinn, heldur
nálægur okkur, gætir okkar og leiðir
okkur. Honum er annt um okkur
sem góðum föður.
fllmáttugan
Fá orð trúarjátningarinnar hafa
valdið jafnmikilli hártogun. Öðru
hverju gengur, einkum á meðal
ungs fólks, spurningin: „Ef Guð er
almáttugur, getur hann þá búið til
svo stóran stein að hann geti ekki
lyft honum?" Hugsunin er þá sú að
svarið hljóti að leiða af sér viður-
kenningu á mótsögn í kenningunni
um almætti Guðs. Hann geti ekki
bæði búið til þennan óbifanlega
stein og svo lyft honum því þá sé
steinninn ekki lengur óbifanlegur.
Annað útilokar hitt.
Að Guð sé almáttugur þýðir að
hann ríkir í sjálfs sín valdi, þ.e.a.s.,
hefur ekki þegið vald frá neinum
öðrum.
Að Guð sé almáttugur þýðir
einnig að hans er hinsta valdið,
hann á siðasta orðið. Enginn getur
orðið honum yfirsterkari, enginn
staðið honum jafnfætis.
Upprisan staðfestir þetta. Þegar
öllu virtist lokið, þegar hið illa hafði
ráðið rikjum, þegar önnur máttar-
völd höfðu farið eins langt og þau
komust - þá greip Guð inn í,
stöðvaði framrás illskunnar og
sneri til hins besta því sem leit út
fyrir að vera það versta.
Þetta sama gerist oft í lífi okkar.
Páll postuli talar um að allt sam-
verki til góðs þeim sem elska Guð
(Róm. 8:28). Það þýðir ekki að allt
sé gott sem gerist og því siður
auðvelt eða þægilegt. En það
samverkar til góðs á þann hátt að í
heildina leiðir niðurstaðan til góðs
og til blessunar.
Lífið er oft eins og púsluspil
með þúsund púslkubbum. Sumir
eru Ijótir og illa lagaðir en þeir
gegna líka mikilvægu hlutverki og
þurfa að vera á sínum stað til þess
að heildarmyndin verði sú sem að
var stefnt.
Almætti Guðs felur í sér heildar-
myndina.
í ýmsum fjölgyðistrúarbrögðum
hafa guðir takmarkaðan mátt eða
ákveðið valdsvið. Við trúum á einn
Guð sem hefur allt vald en þurfum
ekki að biðja til mismunandi guða
eftir því hvert málefnið er.
„Réttasta" svarið við spurning-
unni um steininn er líklega það að
Guð getur búið þennan stein til en
siðan einnig lyft honum - af því að
Guð er í mótsögn við veröld okkar,
lögmál og reynslu. Hann er ekki
einn okkar heldur annars eðlis -
Guð.
Þess vegna notum við um hann
orðin sem byrja á ó- og al-, svo
sem óendanlegur, algóður, ódauð-
legur og alvitur. Guð er allt þetta
sem við erum ekki og þekkjum ekki
úr reynsluheimi okkar.
Skapara himins ogjarðar
Við játum trú á Guð skapara.
Að skapa þýðir að búa til úr engu
en einnig að móta úr því sem til er,
koma öllu í röð og reglu, sbr. I.
Mós. 1.
í öllum sköpunartextum
Biblíunnar kemur fram að Guð er
ekki i sköpunarverki sínu en það
vitnar um hann. Sköpunin er ekki
Guð en bendir á hann.
Að hann er skapari himins og
jarðar felur í sér að ekkert er
undanskilið. Hér er engin tvíhyggja
milli efnis og anda, himins og
jarðar; öll veröldin er góð sköpun
Guðs, enginn annar hefur skapað
neitt.
í lok sköpunarsögunnar 11.
Mós. 1 ertalað um að Guð hafi
hvílt sig sjöunda daginn, að lokinni
43