Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 14
Heima með strákunum Þama er engin kærleikstrú fyrir hendi og það aö gefa fólki trú og vissu um kærleika Guðs, er e.t.v. meira virði en brauð og líkamleg afkoma, þó allt þurfi þetta að hald- ast i hendur. Við þekkjum það sjálf, að það að vera laus við kvíða og hafa von og trú er það mikilvæg- asta þegar erfiðleikar steðja að. Haföir þú veriö virk i kirkjulegu starfi áöur en þú komst aö stofnun kristniboöshópsins? í vor komst ég á þing í tvær vikur og var það mjög forvitnilegt og skemmtilegt. Nei, ekki nema að þvi leyti að ég hafði verið í kirkjukór og er enn í kirkjukór Valla- og Þingmúlasóknar. Tími minn hafði mikið farið í stjórn- málastarf hér fyrir austan og lét ég mér það duga. Hvernig erþvlháttaö? Ég var í sveitastjórn í 8 ár og var m.a. forseti bæjarstjórnar á Austur-Héraði um tíma. Einnig var ég í nokkur ár stjórnarformaður Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Svo er ég varaþingmaður Norð- austurkjördæmis fyrir Framsóknar- flokkinn. í vor komst ég á þing i tvær vikur og var það mjög forvitni- legt og skemmtilegt. Ég er viss um að þetta er skemmtilegur og góður vinnustaður. Það er hvers þing- manns að móta sitt starf og það er gefandi. Finnst þér þátttaka í stjórnmálum og þátttaka á kristilegum vettvangi eiga eitthvaö sameiginlegt? Bæði þessi viðfangsefni snúast um velferð fólks. Kristin trú vinnur innan frá i hverjum og einum og það þarf að virkja til að gera starfið gott utan frá og fá fleiri með. Velferð í stjórnmálum er öðruvísi. Það hafa orðið miklar framfarir í velferðarmálum á íslandi og allir skilja mikilvægi þess, en það eru ekki nærri allir sem skilja mikilvægi trúarinnar í velferð einstaklingsins. Ég hef komið aðeins að starfi i 12 spora hóp en þar er unnið í litlum hópum og er mjög áhugavert að finna hvernig kristinn kærleikur snertir fólk. Sumum fannst trúin ekki vera eitthvað sem hentaði þeim áður en þeir komu í starfið en nú finnur hver og einn hvernig trúin á sinn hátt hjálpar í margvislegum viðfangsefnum og vandamálum. Hvaö er framundan á næstunni hjá þér? Sumarið er framundan og þá er hugurinn í Gróðrarstöðinni, enda mikil vinna þar á vorin. Áður fyrr var vorið kvíðvænlegur tími hjá mér en nú líður tíminn hraðar eftir því sem maður eldist og vorin fljót að líða. Einnig hefur trúin hjálpað mér að takast á við hversdagslega hluti og ég kvíði engu með Drottin mér við hlið, þó að eitthvað fari úrskeið- is þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því, ég set hvern dag í hans hendur. Viðmælandi Katrínar er skirfstofustjóri félagsvísinda- og lagadeildar HA þar sem hún stundar einnig nám á mastersstigi. hannag@unak.is 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.