Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 27
Haraldur Jóhannsson Umræðan um Biblíuna og samkynhneigð Hvers vegna er hún svona erfið? Vangaveltur um kristna trú og samkynhneigð skjóta upp kollinum með reglulegu millibili. Umræðan verður þó oft býsna sérkennileg og erfitt að henda reiður á henni. Það virðist vera erfitt að festa sig við eitt atriði og ræða það til hlítar. Þess í stað hleypur umræðan stöðugt til og verður ekki höndluð fremur en blautt sápustykki. Sem dæmi má nefna að sett er fram sú fullyrðing að ekkert í Biblíunni tali gegn samkynhneigð. Það kallar á viðbrögð þar sem bent er á vers eða kafla í Biblíunni sem virðast hafna því að samkynhneigð geti samrýmst vilja Guðs. í stað þess að menn takist á um textann þá hoppar umræðan yfir á annað plan (ekki endilega æðra) og fer að snúast um það að enginn hafi rétt til að dæma aðra, hvað þá hindra þá sem vilja leita Guðs. Skynsemi og tilfinningar Það er trúlega arfur upplýsinga- stefnunnar að við höfum tilhneig- ingu til að líta á okkur sem skynsemisverur. Ef eitthvað fer úrskeiðis á að bæta úr þvi með aukinni fræðslu. Hugmyndin er sú að skynsemigæddar verur hljóti að velja það sem er gott og rétt svo fremi þær hafi næga þekkingu. En reynslan sýnir að fólk hegðar sér oft gegn betri vitund. Þó að við séum gædd skynsemi þá er hún ekki það eina sem einkennir okkur. Fleira hefur áhrif á hegðun okkar og val í lífinu, ekki síst tilfinningar. Ef við gerum okkur grein fyrir tilfinningum okkar og viðurkennum þær þá er ekki víst að úr verði stórkostlegt vandamál. Ef við afneitum þeim hins vegar og höld- um því fram að allt sem við segjum og gerum sé grundvallað á skyn- semi, þá er voðinn vís. Stjórnmál og trúmál hafa ekki verið talin heppileg umræðuefni í ræðukeppni, trúlega einmitt vegna þess hve þau höfða mikið til tilfinninga. Það sama virðist eiga við í umræðunni um Bibliuna og samkynhneigð. Hún kemst aldrei á flug, sennilega vegna þess að tilfinningarnar hindra menn í að takast á með rökum. En hvað veldur þessum miklu tilfinningum? Hvers vegna kemst fólk ósjálfrátt í uppnám og þolir engin andmæli? Það liggur beinast við að álykta að sjálfsmyndinni sé ógnað, annaðhvort beint eða þeim grundvelli sem hún stendur á. Hér beinist kastljósið að bibliuskilningi. Hvaða sess á Biblían að skiþa í lifi kristins manns? Hefur hún eitthvað að segja um lif okkar og hegðun? Hvernig ber að skilja hana? Eigum við að beygja okkur undir hana eða getum við vinsað úr eftir því sem okkur þykir henta? Lykill þekkingarinnar í 11. kafla Lúkasarguðspjalls er sagt frá orðaskiptum Jesú við farísea. Hann ávítar þá fyrir að vera upþteknir af reglum um ytri hegðun en ekki af innri hreinleika. Þá skerst lögvitringur í leikinn og biður Jesú að tala varlega. En Jesús dregur ekki broddinn úr orðum sínum heldur ávítar lögvitringa líka og klykkir út með að segja: „Vei yður, þér lögvitringar! Þér hafið tekið brott lykil þekkingarinnar. Sjálfir hafið þér ekki gengið inn, og þeim hafið þér varnað, sem inn vildu ganga.“ (v. 52) Lögvitringar lögðu stund á að kynna sér lögmálið, kenna það og útskýra. Farisear litu til lögvitringa um leiðsögn við að halda lögmálið. Flestir farísear voru alþýðumenn, en prestar og lögvitringar mörkuðu stefnuna. Jesús segir að lögvitring- ar hafi tekið brott lykil þekkingar- innar. Þeir hafa með öðrum orðum snúið út úr orði Guðs þannig að fólk getur ekki fundið sannleikann um Guð. Þetta er býsna harður dómur. Þessi orð hljóta að vera áminn- ing öllum þeim sem útleggja Biblíuna þannig að þeir spyrji sig sífellt hvort þeir séu að Ijúka upp orði Guðs eða taka brott lykil þekkingarinnar á Guði, koma i veg fyrir að fólk kynnist vilja hans og eignist samfélag við hann. Biblíuskilningur Hér erum við komin að kjarna málsins. Hvernig getum við boðað allt Guðs ráð án þess að leggja óþarfar byrðar á fólk ? Svör okkar við þessari spurningu ráðast af biblíuskilningi okkar. Hér verður gerð stuttlega grein fyrir þrenns konar bibliuskilningi. í fyrsta lagi er sá skilningur að Biblían sé eingöngu orð manna. Þá verður Biblían vitnisburður um reynslu manna af Guði - eða öllu heldur vitnisburður um trúarreynslu manna. En hér er sá hængur á að þessi skilningur gefur okkur ekkert tilefni til að fullyrða neitt um Guð, hvorki náð hans, heilagleika né annað. Hér höfum við eingöngu mannlega reynslu án guðlegrar opinberunar og hún er því máttlaus gagnvart hinstu rökum tilverunnar. Þetta er líka í andstöðu við skilning Bibliunnar á sjálfri sér. Sem dæmi má nefna upphafsorð Hebreabréfsins: „Guð talaði fyrrum oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámann- anna.“ Þá eru þekkt orð Páls pos- tula í síðara þréfi hans til Timóteus- ar: „Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.