Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 40
Þóra Bryndís Þórisdóttir
Vistvernd í verki
Andlegt líf og trúariðkun veitir
mönnum hugarró, hamingju og
styrk. Þegar líf okkar einkennist af
friði og ró, gleði, kærleika og lang-
lyndi fáum við betri yfirsýn yfir lífið
og tilveruna en þegar vonleysi,
hraði og neyslukapphlaup einkenna
líf okkar. Við verðum betur í stakk
búin til að koma auga á ranglæti
heimsins, getum rétt hjálparhönd
þegar sorg og ófriður sækja að,
berum umhyggju fyrir lítilmagnan-
um og höfum til að bera kærleik
sem endist öllum heiminum og
framtíðarkynslóðum einnig.
Virðing fyrir sköpunarverkinu
Jörðin okkar, náttúran og lífríkið
allt er sköpunarverk Guðs.
Undraverk sem við berum öll mikla
virðingu fyrir og ættum að hugsa
vel um. Um langa tíð hafa kirkjur,
söfnuðir og trúfélög lagt líknar-
málum lið í kærleik sínum gagnvart
náunganum. Nú er svo komið að
velferð mannanna er ógnað vegna
umhverfisáhrifa sem menning
okkar hefur á jörðina og því er
nauðsynlegt að líta málin frá fleiri
sjónarhornum en hingað til hefur
verið gert. Velferð og heilsu manna
víða í heiminum er spillt vegna
eiturefna sem notuð eru t.d. á
ökrum og gróðurhúsaáhrif eru farin
að valda skaða á lífríkinu og breyta
lífsafkomumöguleikum manna til
LANDVERND
hins verra. Framtíðarmöguleikar
barna okkar eru nú þegar skertir
vegna þeirra „vellystinga” sem við
lifum í.
Sjálfbær lífsstíll
Hugtakið „sjálfbær þróun“ hefur
verið að ryðja sér til rúms á undan-
förnum árum og vísar það til
þriggja grunnþátta samfélagsins;
félags-, efnahags- og umhverfis-
þátta. Orðið skýrir sig nokkurn veg-
inn sjálft en þessi tegund sam-
félagsþróunar snýst um það að
jafnvægi haldist milli þessara
grunnstoða og að ekki sé gengið á
möguleika komandi kynslóða.
Sjálfbær lífsstíll snýr svo að því
hvað hver einstaklingur getur gert
til að viðhalda þessu jafnvægi. í
honum felst meðal annars að taka
tillit til umhverfisins með því að
kaupa inn umhverfisvænustu
vörurnar og forðast notkun eitur-
efna, nýta betur, endurnota og
endurvinna, takmarka útblástur
kolefna vegna samgangna og þar
fram eftir götunum.
Dropi í hafið
En hvað kemur í veg fyrir að við
leysum umhverfisvandamálin og
lifum vistvænna lífi? Hugsanlega er
stærsta vandamálið allt það fólk
sem segist vilja, en trúir ekki á mátt
eigin verknaðar. U.þ.b. 40%
íslendinga segjast vildu gefa hluta
tekna sinna eða borga hærri skatta
ef það kæmi umhverfinu að gagni,
en langtum færri gerast t.d. félagar
í frjálsum félagasamtökum sem
standa vörð um umhverfið eða
reyna að tileinka sér vistvænan lífs-
stíl. Það er tilfinningin um að við
getum gert svo lítið að það hafi
ekkert að segja, sem stöðvar
okkur. En það erum aðeins við sem
getum snúið þróuninni við. Við
erum neytendur sem hafa áhrif á
alla vöruþróun og eftirspurn og
höfum með kosningaseðli vald til
að hafa áhrif á gerðir stjórnvalda.
Við þurfum að láta vita hvað við
Vistvernd í verki
Það er ótalmargt sem hægt er
að gera til að minnka neikvæð áhrif
okkar á umhverfið. Það er bara
ekki alltaf svo augljóst hvað það er
og hvernig við eigum að fara að
því. Verkefnið Vistvernd i verki
hefur verið starfrækt hér á íslandi
síðan árið 2000 og hafa hátt í 600
heimili og reyndar þó nokkrir vinnu-
staðir tekið þátt í því víðs vegar um
landið. Þetta er skemmtilegt
verkefni sem unnið er saman í hópi
u.þ.b. 5-8 heimila. Fulltrúar heimil-
anna hittast á nokkrum fræðslu-
fundum og skoða heimilisrekstur
sinn og lífsstíl skipulega með
aðstoð handbókar og leiðbeinanda.
Þegar því er lokið heldur hópurinn
kynningarfund og kynnir verkefnið
fyrir öðrum. Þátttökugjald er breyti-
legt eftir sveitarfélögum en fer
aldrei yfir 3000 kr. sem er mjög
lágt námskeiðsgjald. Þessi leið er
ekki aðeins árangursrik, hún er
sérstaklega skemmtileg og hver
ræður sínum hraða, það eru engar
skyldur. Reynsla okkar sem höfum
tekið þátt í því er að það opnar
augu manns fyrir ótrúlega mörgum
möguleikum til að vera vistvænn án
þess að það kosti tíma, peninga
eða fyrirhöfn. Visthópum er púslað
saman af staðbundnum stjórnanda
í hverju sveitarfélagi en öllum er
velkomið að mynda sinn eigin vist-
hóp sem er sérstaklega skemmti-
legt, t.d. vinir, nágrannar eða vinnu-
félagar.
Vistvernd í verki er alþjóðlegt
umhverfisverkefni fyrir heimili sem
hér á landi er á vegum Landvernd-
ar. Þeir sem hafa áhuga á að kynna
sér verkefnið nánar er bent á að
hringja i síma 552-5242, skoða
heimasiðuna www.landvernd.is/
vistvernd eða senda tölvupóst,
vistvernd@landvernd.is.
*
4
I