Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 25
styrk og við biðjum og vonum að
Guð láti allt samverka til góðs. Við
getum beðið Guð um hjálp við allar
aðstæður, en hvort svarið verður
samkvæmt okkar óskum skal ósagt
látið. Spurningin er frekar sú hvað
við gerum við svarið.
Kvíði í þjáningunni
Job vildi fá að koma fram fyrir
dómstól Guðs til að sanna sakleysi
sitt. „Hafi ég syndgað - hvað get ég
gert þér, þú vörður manna? Hvers
vegna hefir þú mig þér að skot-
spæni, svo að ég er sjálfum mér
byrði?“ (7:20)
Job telur likt og við að þegar
eitthvað slæmt hendir okkur sé það
refsing Guðs. Við kunnum ekki að
meta hversu gott við höfum það í
raun og veru fyrr eftir að áföllin
skella á. Þegar við vorum þörn
höfðum við einföld svör og
skoðanir. Þvi miður getum við ekki
notað þau sem fullorðið fólk. Það
er ekki hægt að lifa i draumaheimi
þvi veruleikinn er leikvöllur lífsins.
Trúin er gjöf Guðs til okkar og það
reynir mikið á hana þegar áföll riða
yfir. í rauninni veit enginn hvað
morgundagurinn ber í skauti sér.
Jesús sagði: „Hafið því ekki
áhyggjur af morgundeginum.
Morgundagurinn mun hafa sinar
áhyggjur. Hverjum degi nægir sín
þjáning." (Matt. 6:34) Örvæntingin
var mikil hjá Job eins og hjá okkur
við aðstæður sem við stöndum
vanmáttug frammi fyrir. Við verðum
hrædd líkt og Job þegar við vitum
ekki hvernig okkur á að líða eða
hvernig við eigum að bregðast við
erfiðum kringumstæðum. Hugsunin
um að vera öðrum til byrði hugnast
engum. Kviði þeirra sem eftir lifa
við dauðsfall og þeirra sem eiga
við langvarandi veikindi að stríða
vegna breyttra aðstæðna getur
orðið svo mikill að hann leiði til
þunglyndis. Þegarfram í sækir
þynnist vinahópurinn ef til vill sem
getur skapað enn meiri vanlíðan.
Þarna skipta fjölskyldan og
vinahópurinn miklu máli því að ef
tal um dauðann verður daglegt
umræðuefni getur þurft að skerast í
leikinn. Hlustum þvi vel á þau sem
þjást og syrgja.
í þjáningunni
með vinum sínum
Vinir Jobs skildu ekki hvers
vegna hann varð fyrir öllum þess-
um áföllum. Þeir ályktuðu líkt og
við að böl annarra væri að mestu
þeirra sök. Þeir skildu ekki reiði
Jobs eða önnur viðbrögð hans og
töldu þau þess vegna röng. Þeir
vildu að Job skoðaði hug sinn og
ráðlögðu honum að sættast við
Guð. Job reyndi að segja þeim að
hann væri saklaus en það sam-
ræmdist ekki skilningi þeirra á
góðum og illum verkum manna.
Það er eðlilegra að takast á við lífið
en að snúa sér frá því vegna átaka
sem fylgja því. Guð er miklu stærri
og meiri en við getum skilið. Við
getum öll komið okkur í vandræði
en veljum okkur ekki að lenda í
Pau sem eru þjáð hafa mikla þörf fyrir
að tala um líðan sína. Það er líkt og
andvarp sem þarfnast ekki svars heldur
nálægðar ástvina eða vina.
áföllum. Við finnum það þest þegar
á reynir hverjir eru vinir í raun. Vinir
Jobs vildu reynast honum vel eins
og allir sannir vinir. Vinir gefa góð
ráð því þeir vilja vel og það verðum
við að muna. En stundum er ekki
þörf fyrir ráð heldur að hlustað sé
og nærvera veitt. Job orðar þetta
svo vel: „Hlustið gaumgæfilega á
mál mitt og látið það vera huggun
af yðar hendi." (21:2)
Þau sem eru þjáð hafa mikla
þörf fyrir að tala um liðan sína. Það
25