Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 7
halda þeim á lofti kallaöir umburðarlausir afturhaldsseggir. En þeir sem hafa kristna trúarsann- færingu hafa bæði rétt og skyldu til þess að taka þátt i þjóðfélagsum- ræðunni og hafa áhrif á almenn- ingsálitið og mótun samfélagsins bæði i nútíð og framtíð. Umburðar- lyndið býður upp á átök, meðal annars átök um trúarsannfæringu, lífsgildi og siðferði. En þeirri skyldu má hins vegar aldrei gleyma að láta ógert að afskræma þau viðhorf sem manni fellur ekki við, niðurlægja þá einstaklinga sem halda þeim fram eða gera lítið úr þeim. Enda er það ósamrýmanlegt kristnum mannskilningi. Lokaorð Mannréttindaákvæði hafa verið sett í alþjóðasáttmála og stjórnar- skrár lýðræðisrikja til að fyrirbyggja ofbeldi og kúgun, þar með skoðanakúgun, og til að tryggja fjölbreytni, jafnrétti og frið. Það krefst umburðarlyndis. Umburðarlyndi krefst ævilangrar sjálfsögunar, enda þörfnumst við I Ijósi alls þessa er trúarlegt umburöarlyndi miklu áhættusamara fyrir mig en ég áleit í upphafi þessa kafla. Ég sætti mig við aö aðrir iöki þá trú sem þá lystir að þvi gefnu aö þeir unni mérþess aö iðka engin trúarbrögö. En ég ætti erfitt með að sætta mig viö efþaö leiddi til þess aö þjóðfélagið sem ég lifi i yröi þannig að næs- tum allir, á einn eða hátt, væru orðnir trúaðir, og þjóðfélags- umræðan einkenndist og fremst af trúarlegum viðhorfum. Þannig mundi mér líða enda þótt ég nyti réttar míns um trúfrelsi.3 Þetta er heiðarleg játning. Fólk með trúarsannfæringu gæti snúið hluta þessari játningar við og sagt: Ég sætti mig við að aðrir séu trúlausir að því gefnu að þeir unni mér þess að iðka trú mína. En ég ætti erfitt með aö sætta mig við ef það leiddi til þess að þjóðfélagið sem ég lifi i yrði þannig aö næst- um allir væru orðnir sannfærðir trú- leysingjar og hin opinbera umræða einkenndist fyrst og fremst af ver- aidarhyggju og trúleysi. Þannig mundi mér líöa enda þótt ég nyti réttar míns um trúfrelsi. Eru þetta ekki einmitt aðstæð- urnar sem trúaðir búa við? Það eiga sér stað átök um menninguna. Það eiga sér stað átök um hvað eigi að móta og einkenna íslenskt samfélag í nútíð og framtíð. Fjölmörg gildi, sem kristnu fólki eru andstæð, vaða uppi í þjóðfélaginu og móta það á sama tíma og kristnum lífsgildum er hafnað eða þau þögguð niður og þeir sem Að takast á um lífs- viðhorf er ekki ófriður heldur kjarni lýöræðis- legs þjóðskipulags. En það krefst gagn- kvæmrar virðingar. Annað sæmir hvorki kristnum né húmanísk- um mannskilningi. þess í hvert skipti sem við mætum viðhorfum sem okkur geðjast ekki eða erum sannfærð um að séu óheillavænleg. Þeir sem hafa kristna trúarsann- færingu eiga ekki að láta draga úr sér kjarkinn til að taka þátt í þeim menn- ingarlegu átökum sem óhjákvæmilega fara fram á hverjum tíma, ekki síst nú þegar kristin gildi eru á hröðu undanhaldi. Þetta samfélag er okkar ekki síður en annarra. Að takast á um lífsviðhorf er ekki ófriður heldur kjarni lýðræðislegs þjóðskipulags. En það krefst gagnkvæmrar virð- ingar. Annað sæmir hvorki kristnum né húmanískum mannskilningi. 1 Vogt, W. Paul 1997, bls. 3. 2 Sigurður Pálsson, 1987, bls 29. 3 Scanlon, T. M.2003, bls. 191. Heimildir: Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar. Málflutningsskrifstofa Ragnars Aöalsteinssonar o. fl„ Reykjavík 1992. Scanlon, T. M. 2003. The Difficultyof Tolerance. Essays in Political Philosophy. Cambridge University Press, Cambridge. Sigurður Pálsson 1987. Uppeldisréttur - uppeldisskylda. Rannsóknarstofnun uppeldismála, Reykjavik. Vogt, W. Paul 1997. Tolerance and Educatlon. Learning to Live with Diversity and Difference. SAGE Publications, London Höfundur er sóknarprestur í Hallgrímskirkju i Reykjavik sigpal@khi.is

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.