Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 31
* sérstaklega vegna þess að það er stjórnlaust tæki. Andaglas getur ennfremur orðið ávanabindandi rétt eins og tölvu- leikur. Þetta á sérstaklega við ef notandinn er einn en þá getur viðkomandi sokkið djúpt inn í atburðarásina. Oft geta komið í Ijós ýmis líkamleg og sálarleg einkenni eftir mikla notkun á andaglasi, t.d hefur fólk upplifað vanlíðan, ótta, streituköst og jafnvel svefntruflanir og átraskanir. í grein sem Jóna Rún Kvaran skrifaði um þessi mál segir svo „Mýmörg dæmi er um að fólk hafi þurft á geðlæknishjálp að halda eftir að hafa verið að leika sér í andaglasi, vegna þess að geðheilsa viðkomandi bauð ekki upp á þannig fikt. Við verðum að gera okkur fulla grein fyrir því að hörmulegar og næstum óleysan- legar afleiðingar geta orðið innra með þeim sem fer að stunda það kukl sem andaglas alltaf er. Dulspekingar hafa löngum sagt að allra lágþróuðustu verur hinum megin frá, kæmu umvörpum í andaglasið, þegar það er sviðsett með tilheyrandi tilþrifum." Miðað við þetta og annað sem þegar hefur komið fram í þessari grein er ekki hægt annað en að vara alvarlega við því kukli sem andaglas er. Ég vil því hvetja fólk að halda sig frá slíku og aðvara aðra. Hvað ef...? Sumt fólk spyr: „Hvað á ég að gera ef eitthvað hefur hent mig þegar ég var að nota andaglas?" í fyrsta lagi: Biddu Guð um að fyrirgefa þér og hreinsa þig af öllu illu. í öðru lagi: Biddu Guð um að koma inn í hjarta þitt með kærleika sinn og náð. í þriðja lagi: Játaðu Jesú Krist, segðu sjálfum þér að hann sé hjá og í þér með kærleika sinn. Mundu að elska Guðs er sterkari en öll ill öfl sem fyrirfinnast. Síðan getur þú alltaf haft sam- band við einhvern kristinn einstak- ling sem þú treystir og getur leið- beint þér enn frekar. „Hann (Guð) afmáði skulda- bréfið sem þjakaði oss með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn. Hann fletti vopnum tignirnar og völdin, leiddi þau opin- berlega fram til háðungar og hrósaði sigri yfir þeim í Kristi." (Kól. 2:14-15). Heimildir: Harper's Encyclopedia of Mystical & Paranormal Experience The Encyclopedia of Psychic Science www.jonaruna.com Höfundur er æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK rsk@kfum.is 31

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.