Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 24
Elísabet Haraldsdóttir Vinurminn Job Ég á vin sem heitir Job. Ég heyrði fyrst af honum fyrir mörgum árum. Þegar ég las Jobsbók í fyrsta skipti var ég bæði ung og reynslulítil og skildi því ekki sorgir hans og þjáningar. Mörgum árum siðar heyrði ég um mann sem saga Jobs hafði hjálpað í sorginni eftir ástvinamissi. Svo kom að mér að missa ástvin og minntist ég þá þessa og var forvitin að vita hvort Job gæti hjálpað mér. Eða var þetta eins og venjulega, að lausnir annarra hjálpa sumum en ekki öllum? Biblían var því tekin fram og Jobsbók lesin. Þarna var ég eldri, en fyrst og fremst syrgjandi, þess Það er erfitt að átta sig á ástæðum þjáningar eða sorgar. Okkur finnst að tilgangur verði að vera með henni því að sársaukinn er svo mikill að tilgangsleysi er óbærileg tilhugsun. vegna skildi ég betur Job og líðan hans í sorg. Nokkrum árum síðar er ég glimdi við þjáninguna kom Job mér aftur til hjálpar. Við getum lesið allar bækur sem til eru um sorg og þjáningu án þess að skilja það til fullnustu fyrr en glíman verður okkar. Þvi miður er sann- leikurinn sá að okkar eigin þjáning og sorg er ávallt meiri og þyngri en annarra. Oft dæmum við fólk eftir gerðum þess og viðbrögðum en áttum okkur ekki á því hvers vegna viðbrögð þess eru svona. Við þurf- um að vita allt um líf fólks, gleði og sorgirtil þess að öðlast skilning á hegðun þess og skoðunum. Job hefur kennt mér... Job hjálpar mér mikið að skilja það að við getum ekki krafist nokkurs af Guði, t.d. heilsu, barna, maka eða munaðar, s.s.einbýlis- húss, jeppa og mikilla peninga. Við getum ekki krafist þess af fjöl- skyldu eða vinum að þeir hafi full- kominn skilning á þjáningu okkar og sorgum. Job hefur kennt mér að hlusta i stað þess að gefa ráð þar sem þau eiga alls ekki við, því að orð eru oftar en ekki andvarp þess sem líður. Job hefði getað beðið um kraftaverk en i staðinn tókst hann á við lífið og verkefni þess. Þetta var það besta sem hann kenndi mér. Skoðum Jobsbók nánar. Hver var Job og hvers vegna getur hann hjálpað syrgjendum umfram aðra? Job var trúaður maður, réttlátur og grandvar og hans iif var gott og gjöfult. Job hjálpaði þeim sem áttu erfitt og lifði i sátt við Guð og menn. Með kærleikann og um- hyggjuna að leiðarljósi getum við öll hjálpað náunga okkar. Við þurf- um ekki að vera sérfræðingar held- ur hafa vilja til verka. Þau sem deila sömu eða svipaðri reynslu hjálpa hvert öðru ekki síður en fagfólkið. Oft er það léttir, þvi að auðfundið er að þeir sem hafa gengið i gegnum þjáningu draga ekki tiltrú hinna þjáðu í efa. Fagfólk hjálpar sam- kvæmt þekkingu og reynslu í starfi og hefur sumt svipaða reynslu. Mörg sjálfshjálparsamtök eru til, s.s. Ný dögun, Kraftur og A.A. Sem betur fer eru sífellt fleiri sam- tök stofnuð til hjálpar og stuðnings þeim sem glíma við sorg og þján- ingu. Líðan Jobs Job sagði orð sem hann taldi að myndu geta hjálpað þeim sem áttu um sárt að binda. Job skildi ekki fyrr en eftir að hafa gengið i gegn- um sína reynslu að i þjáningu og sorg er lítið gagn í einföldum svörum. Job lifði samkvæmt vilja Guðs og í nánara samfélagi við hann en við. Guð leyfði djöflinum að reyna trú Jobs og um það fjallar bókin. í glímunni við sorg og þjáningu reynir mikið á trúna. Athugum hvernig liðan og viðbrögð Jobs voru við sorginni og þjáning- unni. Job missti börnin sin sem er örugglega það erfiðasta sem foreldrar þurfa að ganga i gegnum. Stilling Jobs var ótrúleg. Ef til vill var hann i afneitun en trú hans var óhagganleg og hann sagði: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað verði nafn Drottins." (Job. 1:21) Við spyrjum hvort nokkur geti átt svona sterka trú? Svarið er að það er hægt. En það kostar engu að síður mikil átök, eins og þau sem Job glímdi við, að eignast hana. Þegar húð hans var hulin kaunum frá hvirfli til ilja varð þjáningin svo mikil að hann gat ekki lengur borið harm sinn í hljóði. Munur á sorgin- ni við missi ástvinar og missi heil- sunnar er sá að við ástvinamissi er hægt að komast allra sinna ferða, stunda starf sitt og jafnvel gleyma sorginni um stund. Þegar heilsan bregst er oft erfitt að yfirstíga hindranir veikindanna, stunda vinnu og áhugamál eða gleyma dagleg- um þjáningum. „Hvers vegna ég?“ spurði Job því að hann var undr- andi, reiður og örvæntingafullur likt og þau sem verða fyrir áföllum. Styrkur trúarinnar Það er erfitt að átta sig á ástæðum þjáningar eða sorgar. Okkur finnst að tilgangur verði að vera með henni því að sársaukinn er svo mikill að tilgangsleysi er óbærileg tilhugsun. Job spyr áfram (3:3): „Hví dó ég ekki i móðurlifi, - andaðist jafn- skjótt og ég var kominn úr móður- lífi.“ Vinir hans komu og bentu honum á að hann hefði hjálpað mörgum með trúnni. Hún ætti því að hjálpa honum sjálfum eins og segir í fjórða kafla, þriðja versi: „Sjá þú hefir áminnt marga og magnþrota hendur hefur þú styrkt. Þann sem hrasaði, reistu orð þín á fætur og hnígandi hné gjörðir þú stöðug. En nú þegar það kemur yfir þig, gefst þú upp, þegar það nær þér sjálfum, missir þú móðinn.“ Hvort sem við játum trú okkar eða ekki er glíman við sorg og þjáningu jafnerfið. Það skiptir miklu máli að eiga trú á slíkum tímum. Trúin gefur

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.