Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 18
A Henning Emil Magnússon Að veita viðnám Nokkur orð um Dietrich Bonhoeffer Þann 9. apríl síðastliðinn voru 60 ár liðin frá því að Dietrich Bonhoeffer var tekinn af lífi af nasistum í fangabúðunum í Flossenbiirg. Þá má segja að atburðarás hafi lokið sem stóð yfir í tólf ár, ef við miðum við fyrstu opinberlegu mótmæli hans gegn Hitler í útvarpi sem upphaf atburða og aftöku hans sem endalok. Við þessi tímamót er viðeigandi að rifja upp helstu atriði þessara átaka. En áður en við hefjum þá upprifjun er rétt að gera örlitla grein fyrir Dietrich Bonhoeffer og uppvexti hans. Dietrich Bonhoeffer fæddist 4. febrúar 1906 í Breslau í Þýska- landi. Hann var kominn af mennta- og listafólki. Bonhoeffer átti sjö systkini, m.a. tvíburasysturina Sabine. Faðir hans var prófessor í geðlækningum og fluttist seinna vegna starfs síns til Berlinar og kenndi við háskóla þar. Bonhoeffer- börnin ólust upp með öðrum börn- um prófessora og stundum tóku áhugamálin mið af því. Þau hittust siðdegis og æfðu verk gömlu klassísku meistaranna á hljóðfærin sín. Bonhoeffer sat þá við píanóið og bar öllum saman um að framtíð hans væri fyrir framan svörtu og hvítu lyklana. Þrátt fyrir að móðir hans læsi upp úr Lúkasarguðspjalli á jólum og 90. Davíðssálm á gam- lárskvöldi þá var fjölskylda hans ekki sérlega kirkjurækin og vildi frekar nota hátíðir kirkjunnar til að hitta aðra úr fjölskyldunni en að sækja guðsþjónustur. Það kom því talsvert á óvart að Bonhoeffer vildi leggja stund á guðfræði og forel- drar hans hefðu eflaust viljað að hann veldi sér eitthvað annað en virtu þó ákvörðun hans. Bræður hans reyndu að telja hann af því að verða kirkjunnar þjónn og hvöttu hann frekar til þess að velja sér lögfræði eða eitthvað sem framtíð væri í. Námið sóttist honum vel og 24 ára gamall var hann farinn að kenna við Berlinarháskóla. En á námsferli sínum hafði hann lært við þann háskóla og Túbingen-skólann, auk þess hafði hann lagt stund á nám við Union Theological Seminary, New York og þjónað sem prestur í Barcelona. II Eftir að Hitler komst til valda í Þýskalandi i janúar 1933 breyttist margt hjá kirkjunni og hennar þjónum, ekki síst hjá Bonhoeffer. Hann hóf strax að vara við nýja kanslaranum og var útsending á ræðu hans í útvarpi stöðvuð. Framan af var Bonhoeffer oft nokkuð einn í gagnrýni sinni og fannst mótmæli kirkjunnar manna nokkuð máttlaus. Kirkjan klofnaði í afstöðu sinni til nasismans og mikið var tekist á um framtíð kirkjunnar. Stór hluti hennar sam- þykkti lög Hitlers gegn Gyðingum og voru þeir oft nefndir Deutsche Christen en þeir sem mótmæltu tilheyrðu Samtökum játningartrúrra presta (Pfarrernotbund) sem síðar varð að Játningarkirkjunni (Bekennende Kirche) i Barmen 1934. Bonhoeffer var þar í farar- broddi játningartrúrra ásamt Martin Niemöller, Franz Hildebrandt og Gerhard Jacobi. Stærsta umhugs- unarefnið var hvernig bregðast skyldi við ógn nasismans. Það var ekki til nein einföld lausn og Bonhoeffer ákvað að bregða sér til London í október 1933 og þjóna þar þýskumælandi söfnuðum tímabundið í von um að fá nauð- synlega fjarlægð frá atburðunum. Hann tók þátt i starfi samkirkjulegu hreyfingarinnar þar til að vekja athygli á málstað þýsku játning- arkirkjunnar. í gegnum það starf kynntist hann m.a. biskupnum í Chichester, G.K.A. Bell. Biskupinn beitti sér i þágu málstaðarins með því að semja yfirlýsingu sem vakti athygii á þróun kirkjumála í Þýskalandi og síðar átti hann eftir að hafa samband við áhrifamenn í breska þinginu og koma til þeirra tillögu sem Bonhoeffer taldi geta hjálpað við lausn á vanda stríðsins. Bonhoeffer fannst barátta játn- ingartrúrra nokkuð máttlaus framan af og varð fyrir gífurlegum von- brigðum þegar Bethel-játningin sem hann samdi var milduð það mikið að hún missti allan brodd. Hann var því ánægður þegar hin þekkta Barmen-játning var samþykkt seint í mai 1934 á fyrrnefndu þingi og stofndegi Játningarkirkjunnar. Bonhoeffer var ekki á kirkjuþinginu við þá samþykkt en var ákafur tals- maður hennar á samkirkjulegri ráðstefnu í Danmörku á sama ári. Á þessari ráðstefnu viðurkenndu viðstaddir Játningarkirkjuna sem hina sönnu kirkju. Hann var einnig á þessum tíma að íhuga heimsókn til Gandhi þar sem honum þótti talsvert koma til hugmynda hans um að veita mótstöðu án ofbeldis. Bonhoeffer leit svo á að Gandhi væri nær Kristi með þeirri aðferð en hinn vestræni heimur með sínar .* * 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.