Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 38

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 38
meðhöndlun matvæla en nægileg þekking sé því miður ekki alltaf til staðar og því komi alltaf upp sýkingar reglulega. Það virðist gerast sjaldnar (heimahúsum en frekar á litlum veitingastöðum, sem ekki hafa gæðastimpil, þar sem nægileg þekking er ekki til staðar. „Eitt af markmiðum okkar er að framleiða bara kjúklinga sem eru lausir við kamfílóbakter þannig að það verði eingöngu seldir þannig kjúklingar. Þetta hefur ekki tekist og í dag held ég að þetta sé bara full- stórt skref og kannski ekki heldur alveg nauðsynlegt. Kamfilóbakter smitast náttúrulega líka með mörgu öðru en kjúklingum. Það sem er heitast í þessu um þessar mundir er að við sjáum að fólk veikist þar sem er mikið af nautgripum og í okkar rannsóknum eru öll kúabú sem við höfum prófað fyrir kam- fílóbakteríum með sýkilinn. Þannig að ekki drekka ógerilsneydda mjólk!“, segir Jarle ákveðinn. Hann segir það miður skemmti- lega reynslu að fá kamfílóbakter- sýkingu. Menn verði misjafnlega veikir en það sé talin alvarleg sýk- ing ef einstaklingur þarf að fara oftar en tólf sinnum á klósettið. Kamfílóbakter dregur menn sjaldan til dauða en fólk verður mjög veikt. „Maður veit hins vegar að það er alltaf einn og einn sem deyr af völdum salmonellu. Það er nánast á hverju ári sem fólk veikist og ein- hverjir deyja um aldur fram, aðal- lega fólk sem er með skert ofnæmiskerfi af völdum annarra sjúkdóma. Það muna til dæmis flestir eftir rjómabollufaraldrinum 1996 og afleiðingum hans.“ Því Ég komst til trúar í framhaldi af því að ég fór í helgarferð með krökkunum sem voru með mér í undirbúningshópi fyrir ferminguna okkar. segir Jarle nauðsynlegt að við öflum okkur þekkingar um það sem er að gerast og af hverju það gerist svo hægt sé að koma með mark- vissar aðgerðir til að vinna gegn smitinu. Það sem Jarle finnst einna skemmtilegast í sínu starfi er að fá Þegar þú ert grein á tré lífsins þá tel ég það mikilvægt að hver og einn virki sína hæfileika fyrir Kristniboðssambandið eða önnur félög sem boða fagnaðarerindið og ég sá bara færi á því að gera það í gegnum frímerkin." að heimsækja búin og taka virkan þátt í forvörnum. Einnig notar hann hluta af sumarfríinu sínu til að leysa af sem dýralæknir i Noregi enda segist hann ekki vera mikill skrifstofumaður í sér. Nú hefur þú zerið virkur í kristilegu starfi. Hvar kemur trúin inn i líf þitt? Ég komst til trúar í framhaldi af því að ég fór í helgarferð með krökkunum sem voru með mér í undirbúningshópi fyrir ferminguna okkar. Þar upplífði ég mjög sterkt sköpunarsöguna í 1. Mósebók og ákvað að ég vildi vera kristinn. Síðan hefur Guð leitt mig í gegnum lífið. Ég finn að það sé þess virði að taka áhættuna á því að fag- naðarerindið sé rétt eins og það er boðað í Biblíunni. Hingað til hef ég ekki fundið neitt annað sem hefur skákað þessari sannfæringu minni! Frímerki til styrktar kristniboði Hjá Jarle er vinnudeginum ekki alltaf lokið þegar hann kemur heim á kvöldin þvi hann sinnir sérstöku verkefni fyrir Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Félagsmenn og aðrir gefa sambandinu frímerki sem Jarle sér um að koma í verð og peningarnir renna til kristniboðs. Jarle sinnir þessu alfarið i sjálf- boðavinnu. „Þetta tengist náttúrulega bara mínum söfnunaráhuga. Ég hef safnað frímerkjum sjálfur síðan ég var smástrákur, svona 5-6 ára, þá byrjaði ég. Þannig að þetta var ekkert nýtt, ég nýtti bara það sem ég kunni og hef lært meira. Ég sá að það var að koma inn mikið af frímerkjum og langaði að nýta það í þágu SÍK sem safnari sjálfur. Fyrir utan blessunina sem ég fæ við að styðja við kristniboð á þann hátt sem ég er fær um að gera, er það alveg stórfínt mál fyrir mig að bæta við eigið safn. Þegar þú ert grein á tré lífsins þá tel ég það mikilvægt að hver og einn virki sína hæfileika fyrir Kristniboðssambandið eða önnur félög sem boða fagnaðar- erindið og ég sá bara færi á því að gera það í gegnum frimerkin." Jarle og Lára Gunnarsdóttir, kona hans, hafa einnig stutt dyggilega við starfið í sumarbúðunum í Ölveri. Klippir fyrir framan sjónvarpið Jarle segir að mesta vinnan felist í því að klippa niður og gera frimerkin söluhæf. í staðinn fyrir að prjóna fyrir framan sjónvarpið sitji hann og klippi. Hann segir reyndina vera þá að því meira sem komi inn af heilum, vel opnuðum umslögum, þeim mun betra verð fáist. Hann hvetur fólk til að rífa frímerkin ekki af umslögunum og ekki leggja þau í bleyti, bara gera sem minnst við þau, þannig séu þau söluvæn- legust. „Annars er meginreglan sú að það sem er elst selst best. Heil frímerki eru líka alltaf besta sölu- varan. Þau frímerki sem eru rifin eða krumpuð fara I ruslið. Þau seljast ekki. Það hefur líka aukist mjög mikið að safna alls konar stimplum og stimplagerðum og í rauninni er oft hægt að fá meira fyrir góðan stimpil en fyrir frímerkið sjálft. En þá er alltaf best að hann sé á heilu umslagi." Jarle segir að eitt af því verð- mætasta sem komið hafi inn í frímerkjasöfnun SÍK sé stimplað umslag frá 1930 en fyrir slíkt sé hægt að fá allt að tugum þúsunda króna, eftir stimplinum. Einnig hafi komlð inn frímerki sem hafi verið eldri. Hann segir erfitt að meta ágóðann af starfinu eftir fjölda frímerkja en segir þó að síðustu tvö ár hafi hann selt fyrir rúma hálfa milljón króna. Það séu helst tvær ástæður fyrir þvi að hægt sé að ná svona miklu út úr þessu. í fyrsta lagi sé fólk duglegra að gefa 38

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.