Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 30
Ragnar Snær Karlsson
ANDAGLAS
Saga af andaglasi
„Það var komin nótt þegar barið
var að dyrum hjá mér. Fyrir utan
voru þrjár stúlkur sem ég þekkti vel
því þær höfðu verið í fermingar-
fræðslunni árið áður. Það var
greinilegt að eitthvað var að. Ég
bauð þeim inn og við hjónin sett-
umst niður með þeim og spurðum
hvað hafði komið fyrir.
Fljótlega kom í Ijós að ástæða
þess að þær voru komnar til okkar
var sú að þær höfðu verið að fikta í
andaglasi og eitthvað hafði farið
úrskeiðis. Glasið hafði brotnað og
þær sátu nú í sófanum skelfingu
lostnar. Tvær þeirra höfðu orðið og
útskýrðu hvað hafði gerst. En sú
þriðja var alveg hljóð og fjarræn.
Stúlkurnar sögðu að þær væru
hræddar og hefðu komið sérstak-
lega vegna vinkonu sinnar sem eit-
thvað virtist hafa komið fyrir.
Við ræddum aðeins við þær og
sögðum svo að við ætluðum að
biðja með þeim og síðan að keyra
þær heim. Við hjónin byrjuðum að
biðja með þeim og ætluðum að
biðja um blessun Guðs yfir hverja
og eina. Þegar við ætluðum að
biðja fyrir stúlkunni sem virtist vera
fjarræn og ástæða þess að hinar
komu, þá sagði hún allt í einu:
„Láttu hana vera, ég á hana.“ Þetta
gerðist í tvígang. Ég hafði aldrei
orðið vitni af nokkru slíku aðeins
heyrt um það. Ég verð að viður-
kenna að þetta atvik skelfdi mig
pinulítið. Til að gera langa sögu
stutta þá ókum við stúlkunum heim
til sín. En um þá þriðju fannst
okkur rétt að tala við foreldra henn-
ar, útskýra fyrir þeim hvað hafði
gerst og biðja þau um að láta lækni
líta á hana. Móðir stúlkunnar tók á
móti henni og taldi að þetta myndi
jafna sig en stúlkan var jafnfjarræn
og fyrr. Móðir hennar sendi hana i
háttinn.
Við spurðum móðurina hvort
við mættum biðja fyrir fjölskyldunni
fyrir háttinn og var það alveg sjálf-
sagt. Þegar við fórum að biðja fyrir
þeim tók stúlkan að láta illa þar
sem hún var í rúminu. Konan mín
var fyrir framan hana og sagði að
andlitið á henni hafi orðið torkenni-
legt og síðan rak hún allt í einu upp
skelfingaróp og stuttu síðar
sofnaði hún. Morguninn eftir virtist
allt vera i lagi rétt eins og ekkert
hefði gerst.
Ég hafði aldrei komist í návígi
við svona áður og myndi alveg
geta verið án þess áfram. Hvað
sem þetta var, þá var það eitthvað
illt.“ Þannig hljóðaði sagan sem
þjóðkirkjuprestur nokkur sagði mér
ekki fyrir ekki svo löngu síðan.
Saklaus leikur?
Þessi saga og annað sem ég
hef heyrt og orðið vitni af um
notkun (leiks) á andaglasi hefur
vakið upp spurningar um hættur
sem af því geta stafað. Það hefur
svo sem verið aldagamall áhugi
mannsins að leita frétta af fram-
liðnum og að reyna að komast í
samband við andaheiminn með
margvíslegum hætti. Sumt af því er
bara plat og tilheyrir skemmtana-
bransanum en annað er varasamt,
þ.m.t. andaglas. Áhugi fólks á hinu
óþekkta er nánast ótakmarkaður.
Innan dulhyggjunnar (occutism) er
til fjöldinn allur af tólum og tækjum
til að ná sambandi við andaheim-
inn. Þar má nefna steina, tarotspil,
venjuleg spil, kristalskúlur, kaffi-
bolla, myndavélar og þannig mætti
lengi telja, en eitt þessara tækja er
andaglas. Innan trúarkerfa má finna
ýmis tæki og tól til að komast í
samband við guð. Til að mynda
notar margt kristið fólk krossinn og
ýmiss konar bænabönd sem þá eru
notuð i óeiginlegum tilgangi. í aust-
rænum trúarbrögðum er að finna
ýmis tól og tæki sem eiga að létta
leiðina til guðs.
En hvað er þá andaglas? Er það
eitthvað til að hafa áhyggjur af? Er
það ekki bara eins og hver annar
leikur? Er nokkuð að marka það
sem þar kemur fram? Er það ekki
þara einhver í hópnum sem hreyfir
glasið og býrtil einhverja sögu?
Þetta eru allt eðlilegar spurningar.
En lítum aðeins á hvað andaglas er.
Andaglas eða eitthvað sem likist
því hefur vafalaust fylgt mann-
kyninu frá alda öðli. Á 6. öld f. Kr.
var líkt tæki notað i Kína til að ná
sambandi við framliðna. Til dæmis
eru til heimildirfrá Grikklandi að
Pýþagóras (um 540 f. Kr.) hafi
notað tól ekki ósvipað og andaglas
en það var borð á hjólum sem
færðist til og benti á ákveðna staði.
Pýþagóras var því ekki bara fræði-
maður á sviði stærðfræðinnar held-
ur líka áhugamaður um náttúruna
og andleg málefni. Vitað er að
Rómverjar notuðu tæki lík anda-
glasi á 3. öld e. Kr. og Mongólar
notuðu tæki lik andaglasi á 13. öld.
Indíánar N-Ameríku notuðu ein-
hvers konar spjald til að finna týnda
hluti og ná sambandi við anda-
heiminn. Talið er að notkun á anda-
glasinu eins og við þekkjum það
hafi byrjað í Evrópu árið 1853.
Andaglas er tæki sem er notað
til að ná sambandi við andaheim-
inn. Þegar andaglas er notað er
stuðst við borð sem á er stafrófið,
tölustafir ásamt orðunum já, nei og
bless. Borðin eru mismunandi í
útliti. í upphafi eru ákveðin orð
viðhöfð og þá á andi að vera I
glasinu. Glasið færist til á borðinu
og gefur einhver skilaboð.
Stjórnlaust tæki
ogandlegt vald
Það sem er hvað hættulegast
við andaglas er að það er algjör-
lega stjórnlaust tæki. Þátttakendur
hafa enga möguleika á að stjórna
því hvaða andi kemur fram. Því
hefur lengi verið haldið fram af
miðlum og öðru fólki að þeir andar
sem koma I andaglas séu óæðri
andar sem Ijúga og pretta og reyna
jafnvel að skaða mann. Ef það er
rétt að það sé verið að ná til anda á
lægri tilverustigum þá er ennþá
hættulegra að nota andaglas,
30