Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 17
Jóhanna Sesselja Erludóttir
H.C. Andersen
og kristindómurinn
Annan apríl síðastliðinn voru mikil
hátíðahöld í Danmörku og víðar
um heim í tilefni af því að tvö
hundruð ár voru liðin frá fæðingu
danska sagnameistarans Hans
Christian Andersen. Hann er í dag
þekktur sem eitt mesta sagna-
skáld allra tíma og ævintýri hans
hafa verið þýdd á ótal tungumál
og auðgað líf barna út um allan
heim og veitt þeim gleði.
Kristindómurinn er ekki i for-
grunni í verkum H.C. Andersen.
Þó koma oft fyrir kristilegar
hugmyndir og boðskapur í því sem
hann skrifaði. Yfirleitt er bara um
vísanir að ræða en einnig eru heilu
ævintýrin og Ijóðin skrifuð í
kringum kristileg stef.
Hinn alþýðlegi kristindómur
Danski bókmenntafræðingurinn
Ove Klausen bendir á að kristin-
dómur H.C. Andersen hafi verið í
samræmi við kristindóm alþýð-
unnar á 19. öld og að það hafi
verið þrennt sem H.C. Andersen
hafi lagt áherslu á í sambandi sínu
við Guð. Hann hafi trúað á forsjána
og verið sannfærður um að Guð
ríkti yfir manneskjunni og vildi það
besta henni til handa. Hann hafi
trúað á ódauðleika sálarinnar og
eilíft líf en á sama tíma hafnað
trúnni á fordæminguna. „Saga lífs
míns vill segja heiminum það sem
hann hefur þegar sagt mér: Það er
til kærleiksríkur Guð sem leiðir allt
á hinn besta veg...“
Hann vísar ekki til Biblíunnar
eða notar guðfræðileg rök heldur
rökstyður sannfæringu sína með
þvi hvernig hann hefur upplifað
heiminn og lífið. Það sama á við
þegar hann talar um ódauðleikann.
Hans helstu rök eru þau að lífs-
hlaup mannanna séu svo ólík hér á
jörð, sumir lifi góðu og hamingju-
ríku lífi á meðan aðrir upplifi hið
gagnstæða. Ef Guð er réttlátur og til
þess að hann geti tryggt réttlæti
öllum til handa, hljóti að vera til líf
eftir þetta, svo Guð geti bætt úr
ójafnvæginu hér í þessu lífi.
Hann vlsar ekki heldurtil
Biblíunnar þegar hann hafnar
fordæmingunni. Hann styður mál
sitt með þvi að úr því að syndug
manneskja óskar þess ekki að pina
sinn versta óvin út í hið óendan-
lega, fær það ekki staðist að góður
Guð óski nokkrum eilifrar pínu.
Trúin og hugurinn
H.C. Andersen var góður vinur
náttúruvísindamannsins H.C.
0rsted, sem sá engan mun á trú og
vísindum. Þvert á móti taldi hann
að þekking vísindanna væri einnig
leið til að þekkja Guð. H.C. Ander-
sen var undir áhrifum frá nafna
sínum 0rsted og taldi að bæði
þekking sin og sannfæring gætu
leitt sig til til trúar á Guð. Hann
skrifaði svo í bréfi til 0rsted:
„Drottinn hlýtur að umbera það
að við horfum á hann í gegnum þá
þekkingu sem hann hefur sjálfur
gefið okkur. Ég vil ekki ganga veg-
inn til Guðs með bundið fyrir
augun, ég vil hafa þau opin, sjá og
vita. Þótt ég komist þá ekki til trúar,
hefur hugur minn þó orðið ríkari."
Náttúran eða kirkjan
H.C. Andersen sótti ekki kirkju
en á einum herragarðinum, þar
sem hann bjó, var herbergið hans á
kirkjuloftinu. Hann sat aldrei guðs-
þjónustur en lét gjarnan hurðina
standa hálfopna að baki sér svo
hann heyrði hvað fram færi í
kirkjunni.
í stað þess að sækja kirkju og
hitta Guð þar, hélt hann frekar út í
náttúruna og mætti Guði í henni.
Þetta kallaði hann „að ganga
ómeðvitað til kirkju."
Andersen virðist hafa sett sam-
an sína eigin útgáfu af kristindómn-
um. Hann studdist ekki við Bibliuna
eða guðfræðilegar kenningar heldur
lífið og umheiminn. Skilningur hans
á Guði og kristindómnum fór eftir
því hvernig hann skilur og upplifir
heiminn og umhverfið í kringum
sig. Nálgun hans er einlæg en
barnaleg enda trúði hann því að
barndómurinn væri kjarni kristin-
dómsins, samanber orðin í
Lúkasarguðspjalli: „Sannlega segi
ég yður: Hver sem tekur ekki við
Guðs ríki eins og barn, mun aldrei
inn i það koma.“
Heimild:
Ove Klausen) H.C. Andersen og kristen-
domen. Indre Missions Tidende, nr.
14,152. árgangur, 3. apríl 2005.
Mynd við söguna
um Eldfærin.
Líkan gert af
nemum KHÍ.
Höfundur stundar
meistaranám í fjölmiðlun.
17