Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 36

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 36
Jóhanna Sesselja Erludóttir Kjúklingar, Kristur, ást og frímerki Viðtal við Jarle Reiersen Eg hafði mælt mér mót við Jarle Reiersen á vordögum. Hann vinnur á tilraunastöðinni á Keldum og ég var ekki alveg viss um hvar það var. Ég byrjaði því á að aka alla leið til Mosfellsbæjar áður en ég hringdi í 118 til að fá leiðbeiningar. Þær voru þó ekki nákvæmari en svo að ég gekk kokhraust inn á rannsókn- arstofnun landbúnaðarins og bað að fá að hitta Jarle Reiersen fyrsta. Stúlkan í móttökunni benti mér þá vinsamlega á að ég hlyti að vera á röngum stað en vísaði mér þó veg- inn að Keldum. Þreytt og sveitt og allt of sein mætti ég svo inn á skrif- stofuna hans Jarle. Þetta byrjaði alls ekki vel. Herra Reiersen var þó fljótur að fyrirgefa mér og var fús að veita mér viðtal þrátt fyrir seinaganginn. Enda er þetta hinn Ijúfasti maður og hann skyldi ekkert í því að ég skyldi hafa áhuga á því að taka við sig viötal, hann hefði ekkert til þess unnið. Það sem ég hafði heyrt um hann fannst mér þó þrælmerkilegt og fannst aðrir eiga að fá að njóta þess að kynnast Jarle Reiersen, dýralækni með meiru. Ást á Fróni Jarle er Norðmaður sem „villtist" hingað til íslands sumarið 1980 þegar hann leyfði ævintýra- þránni að ráða för. Hann hafði kynnst íslendingum í Noregi og þar á meðal Andreu Gylfadóttur, söng- konu, sem varð góð vinkona hans og hann ætlaði nú að heimsækja. Þetta ævintýrasumar hafði djúp- stæð áhrif á hinn unga Jarle því þarna kynntist hann líka islenskri stúlku og varð ástfanginn. Þau giftu sig árið 1983 en bjuggu fyrst um sinn í Noregi. Árið 1993 fluttu þau búferlum til íslands og ætluðu að vera hér í tvö ár. Árin eru nú orðin tólf. Baráttan við kamfíló Jarle vinnur nú fyrir yfirdýra- læknisembættið og sinnir aðallega fuglamálum. Hann ber meðal annars ábyrgð á aðgerðum þar sem unnið er gegn sýkingum í kjúklingum. „Kamfíló-vandamálið var stórt þegar við vorum með mikið af ferskum, menguðum kjúklingi á markaði áður en við frystum hann. Nú gerum við kröfu um að allt sé fryst, sem vitað er að sé mengað þegar kjúklingnum er slátrað. Það hefur svínvirkað og við náum svo vel utan um þetta af þvi að ísland er svo lítið land.“ Árangurinn af þaráttu íslendinga við kamfilóbakter undir handleiðslu Jarle er fordæmisgefandi. Hvergi annars staðar I heiminum hafa Hvergi annars staðar í heiminum hafa menn náð að sýna fram á jafnmikla fækkun á smiti í mönnum eða um 60-80% hérá landi. menn náð að sýna fram á jafnmikla fækkun á smiti í mönnum eða um 60-80% hér á landi. Við settum aðgerðir af stað I ársbyrjun 2000 og árangurinn kom strax í Ijós. Miklar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum og segir Jarle það vera eftirliti með kjúklingafram- leiðslu að þakka. Hann segir hvern einasta fuglahóp vera kannaðan tveimur til fimm dögum áður en honum sé slátrað. Ef smit greinist í sýni úr þeim hópi sé allur hópurinn frystur. „Ég sat ráðstefnu í Bandaríkjun- um I febrúar og var að kynna þetta þar og þeir bara hristu hausinn. Þeir skildu ekki hvernig væri hægt að halda utan um þetta. Við búum yfir svo mikilli kunnáttu. Við erum búin að setja ísland á kortið I þess- um málum. Norðmenn hafa tekið Uþp sömu aðgerðir og við og hafa náð betri árangri með smit í kjúkl- ingum en menn sjá þetta ekki mælanlegt á sama hátt í fólki eins og við.“ Smit er ekkert grín Jarle segir eitt af sínum helstu hlutverkum vera að benda á hverju menn þurfi að passa sig á þegar þeir meðhöndla kjúklinga. Hann segir miklar breytingar hafa orðið í 36

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.