Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 20
undirbúa ræður heldur eingöngu að hugleiða sama textann vel. Hann vildi að nemendur fengjust við sama textann um nokkurt skeið í morgunhugleiðingum sínum. Bonhoeffer leit á það sem lykilatriði að kristnir guðfræðingar notuðu sér kyrrð morgunsins til að íhuga texta úr ritningunni og bænahalds. Starfið í Finkenwalde einkenndist því af trúariðkun. Annað sem nemendur veittu athygli var sú staðreynd að Bonhoeffer var enn ákafur friðarsinni. Á þessum tíma undirbjó hann og skrifaði bók sína um eftir- fylgdina (Nachfölge, The cost of Discipleship) sem er trúfræðileg rit- skýring á Fjallræðunni. Sú bók er líklega áhrifamesta bók hans og í bókinni er lögð áhersla á kostnaðinn við eftirfylgdina, hlýönina við kall Krists. hefur enn þann dag í dag mikið að segja. Hún er á vissan hátt uppgjör við kirkjudeilurnar þótt hún standi á eigin fótum. í bókinni er lögð áhersla á kostnaðinn við eftir- fylgdina, hlýðnina við kall Krists. Kristindómurinn er ekki á nokkurn hátt öruggur valkostur. Biskupinn Bell skrifaði formála að ensku út- gáfu bókarinnar og vitnar þar í eftir- farandi orð úr bókinni: „Þegar Kristur kallar á mann, biður hann Fangaklefinn íTegal sem Bonhoeffer dvaldi í. Ef hann ætlaði að taka þátt í uppbyggingu Pýskalands eftir að stríðinu lauk, þyrfti hann að vera viðstaddur og taka þátt í erfiðleikum og þjáningum þeirra sem voru heima. mann um að koma og deyja.“ Það má segja að þessi orð hafi síðan ræst á Bonhoeffer í bókstaflegum skilningi. Bell segir einnig i formálanum að Bonhoeffer hafi verið píslarvottur í margvislegum skilningi áður en hann dó. Eftir að starfinu í prestaskólan- um var lokað reyndi Bonhoeffer að halda kennslunni áfram „á hlaup- um“ en þeir tímar sem fóru i hönd voru markaðir mikilli óvissu og minntu um margt á atburði áranna 1933-34. Ofsóknir á hendur Gyð- ingum urðu markvissari og tals- verður fjöldi fólks sem Bonhoeffer tengdist þurfti að yfirgefa Þýska- land og þar reyndist biskupinn Bell honum vel enn og aftur. Hann út- vegaði m.a. mági hans, Gerhard Leiholz, eiginmanni Sabine, stöðu við háskóla í Oxford. Þetta var árið 1938 og þau lásu um atburði Kristalnæturinnar í blöðunum þegar þau voru nýkomin til Englands. Þá voru samkomuhús Gyðinga eyðilögð víða um Þýskaland, auk þess voru verslanir þeirra rændar og lagðar í rúst. í mars og apríl 1939 dvaldist Bonhoeffer í London og hitti Reinhold Niebuhr þar sem bauð honum i heimsókn til New York. Þegar Bonhoeffer kom þar í júní stóð honum til boða þar staða til þriggja ára. Þar var i raun kominn ástæða til að snúa ekki aftur til Þýskalands. Hann átti að vinna með þeim sem höfðu flúið frá Þýskalandi og hugsanlegt að finna einhverja réttlætingu i þvi. En hann gerði sér þá fyrst grein fyrir því að hann hefði aldrei átt að fara til Bandaríkjanna á þessum umbrota- tímum. Ef hann ætlaði að taka þátt í uppbyggingu Þýskalands eftir að striðinu lauk, þyrfti hann að vera viðstaddur og taka þátt í erfiðleik- um og þjáningum þeirra sem voru heima. Hann leit þannig á að hann væri að fyrirgera rétti sinum ef hann flýði. IV Bonhoeffer var hugsanlega farinn að hugsa viðnámið öðruvísi á þessum tima. Það er að sjálf- sögðu afar erfið siðfræðileg spurn- ing sem blasti við honum: „Er rétt- lætanlegt að taka mann af lífi sem vinnur gegn Guði og réttlætinu?" Margir hafa rætt mikilvægi tveggja rikja kenningar Lúthers i þessu samhengi. Þar er lögð áhersla á að valdsvið ríkis og kirkju sé aðskilið og þannig eigi það að vera. Kirkjan á ekki að reyna að hafa áhrif á valdsvið ríkisins heldur treysta því. Þessi kenning var oft notuð til að réttlæta gjörðir nasismans, bæði af þeim sjálfum og einnig af þeim kirkjunnar mönn- um sem aðhylltust nasismann. Framan af hafði Bonhoeffer skrifað undir þessa kenningu og líklegt er að hún hafi haldið aftur af honum í viðnáminu, en nú var hann aug- Ijóslega kominn af þessari skoðun fyrir nokkru. Hann leit svo á að ríkisvaldið væri farið að vinna gegn kirkjunni og kenningum hennar og þess vegna væri tveggja ríkja kenn- ingin ekki lengur í gildi. Hann var líka búinn að segja skilið við Gandhi. Oft hafa eftirfarandi orð verið höfð eftir Bonhoeffer í sam- bandi við lausn á þessum siðferði- lega vanda: „Ef geðsjúkur maður geysist á bíl niður götu troðfullri af fólki, þá er hlutverk mitt ekki ein- göngu að hlúa að sárum þeirra, sem verða fyrir honum, heldur einnig að sjá til þess að hann aki ekki framar." Hér er sterklega gefið í skyn að mótspyrna án ofbeldis væri ekki lengur valmöguleiki. Hann fór því aftur út í auðnina. í mars 1940 komu liðsmenn Gestapo i veg fyrir að hann gæti starfað áfram sem prestur og í september sama ár var honum meinað að tala opinberlega og gefa út bækur. Fljótlega gengur hann síðan i andspyrnuhreyfinguna Abwehr. Hann hafði fyrst verið 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.