Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 26
er líkt og andvarp sem þarfnast
ekki svars heldur nálægðar ástvina
eða vina. Það er nauðsynlegt að
sýna þolinmæði þó að sama sagan
sé endurtekin hvað eftir annað.
Það er líkt og fargi sé létt af hjarta
hinna sorgmæddu þegar tilfinningar
eru tjáðar með orðum. Þetta er
mjög mikilvægt. Hvort sem ætting-
jar og vinir hlusta eða ekki er Guð
alltaf nálægur. Mikilvægt er að tjá
erfiðar tilfinningar eins og reiði og
ósætti því að við gerum okkur ekki
fullkomlega grein fyrir líðan okkar
fyrr en við náum að tjá hana með
orðum. Við getum ekki brugðist við
líðan okkar og tilfinningum nema
við vitum nákvæmlega hverjar þær
eru. Gott er að muna að Guð gaf
okkur allar tilfinningarnar sem við
finnum fyrir. Ekkert er of smátt eða
of stórt frammi fyrir Guði.
Talað við Guð
Víkjum aftur að Job og átökum
hans. Hann spyr Guð spurningar
sem við getum tekið undir: „Hvers
vegna lifa hinir óguðlegu, verða
gamlir, já magnast af krafti?"
(21:7) Við þurfum að viðurkenna
líkt og Job að lífið virðist ekki alltaf
réttlátt. Við megum spyrja Guð
3.
Við þekkjum Guð fyrst þegar við afhendum
honum allt ogleyfum honum
að vinna í hjörtum okkar og lífi.
erfiðra spurninga. Við getum gert
eins og Job og talað við Guð um
allt sem við skiljum ekki, sagt
honum frá því sem við segjum
engum öðrum. Það er léttir að tala
við Guð um sárar tilfinningar, líka
þær sem við þorum ekki að
viðurkenna fyrir öðrum að bærist
með okkur. Skömm er slík tilfinning
og okkur er nauðsynlegt að losna
við hana. Við getum gert það með
því að tala við Guð um hana og
segja honum frá henni og öðrum
erfiðum tilfinningum. Þetta verður á
milli þín og Guðs. Það getur hjálp-
að okkur að skilja liðan okkar og
bregðast við henni á viðeigandi
hátt. Job ræðir við Guð í síðustu
köflum Jobsbókar og við verðum
vitni að því er hann sér hroka sinn
og stolt. í glímunni við sorg og
þjáningu sér Job að einskis er
hægt að krefjast, að við þiggjum
allt úr hendi Guðs. Þess vegna
iðrast Job frammi íyrir Guði og veit
fyrir víst að Guð mun alltaf vera
með honum og hjálpa honum með
viðfangsefni lifsins: „Ég þekkti þig
af afspurn, en nú hefur auga mitt
litið þig!“ (42:5)
Við þekkjum Guð fyrst þegar við
afhendum honum allt og leyfum
honum að vinna i hjörtum okkar og
lífi. Þá fyrst fær hann tækifæri til að
hjálpa, líkna og lækna sárin okkar
hvort sem þau eru á líkama eða
sál. Guð elskaði Job og gaf honum
allttil baka og blessaði líf hans.
Þannig elskar Guð okkur og þess
vegna sendi hann son sinn
eingetinn til að lifa sem maður hér
á jörð, þjást og deyja krossdauða
fyrir syndir okkar. Jesús reis upp
frá dauðum, sigraði sjálfan
dauðann og gefur okkur þess
vegna fyrirheit um eilíft líf með sér.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur með
djáknamenntun
1. Haltu mér, heilagi andi,
hjálp þín mér lýsi skært.
Vísaðu til vegar,
visku mér getur fært.
2. Hreyf við mér, heilagi andi,
hresstu og léttu brag
Jesús Ijúft mér lýsir,
leiðir mig sérhvern dag.
Hvettu mig, heilagi andi,
hólpnum mér frelsi veit.
Ábyrgð þarf og þjónslund,
þekkur svo efni heit.
4. Hjáipaðu, heilagi andi,
heill svo ég kunni skil
Ennþá gjörvallt gerir
Guð það sem hann bjó til.
5. Nú hef ég verk að vinna
væntir nú Kristur mín!
þess vegna þögult streymir
þakklæti upp til þín.
Þorgils Hlynur Þorbergsson,
sálmurinn er þýddur úr sænsku 11.02. 2005.