Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 22
60 ár frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar
Trúin var haldreipi þeirra
Norski fangelsispresturinn
Dagfinn Hauge starfaöi í Osló á
striðsárunum, en Noregur var
hernuminn af Þjóðverjum. Það
kom í hans hlut að fylgja mörgum
ungum norskum mönnum síðasta
spöl stuttrar ævi. Yfirleitt voru
þeir sakaðir um föðurlandssvik.
í bókinni Hetjur á
dauðastund segir hann
frá kynnum sínum af
mörgum þeirra.
Eftirfarandi frásaga er
lítillega stytt, en hún birtist
í bókinni sem út kom á
íslensku árið 1947 í þýðingu
Ástráðs Sigursteindórssonar.
Útgefandi var Bókagerðin
Lilja.
Það voru margir röskir piltar [
Akershus-fangelsinu haustið
1942. En alltaf jukust
erfiðleikarnir á því að fá nokkuð
fyrir þá gert. En við fengum að
halda áfram að útbýta Nýja testa-
mentum og sálmabókum, einnig á
meðal fanga öryggislögreglunnar.
Guðs orð varð því ekki fjötrað og
það vann sitt verk, ekki síst á
meðal þeirra sem einangraðir voru.
Það virtist svo sem flestir kæmu
auga á gildi kristindómsins og fyrir
marga hafði fangelsistíminn úrslita-
þýðingu hvað snerti samfélag
þeirra við Guð. Það bar ekkert á því
hjá neinum að óttinn fengi yfir-
höndina. [ kyrrðinni í klefunum
fengu þeir góðan tíma til að hugsa.
Nú braust aftur fram það sem falið
hafði verið frá bernskuárunum og
fermingarundirbúningum. Menn
höfðu góðan tima til að sökkva sér
niður í Guðs orð.
Það var heldur ekki hægt að
segja að þeir væru alveg án leið-
beininga. Margir höfðu síðar þá
sögu að segja að þeim hefði tekist,
þrátt fyrir einangrunina, að mynda
sína guðsþjónustuflokka og hafa
sambönd sín á milli í gegnum
veggina, bæði munnlega og skrif-
lega.
í lok nóvember voru kveðnir
upp tveir nýir dauðadómar. Nú voru
fórnarlömbin tveir kornungir piltar
frá Suður-Noregi: Ragnar Fredrik-
sen og Erling Karlsen.
Við tókum þessa dóma ekki
alvarlega, enda hafði verið mælt
með náðun. Ótrúlega langurtími
leið þangað til málið var útkljáð
vegna þess að þýskir hermenn
voru við málið riðnir.
Auðvitað var það sérstaklega
erfitt fyrir svona unga pilta að sitja í
fangelsi. En þeim voru veittar
ýmsar ívilnanir. Þetta voru
skemmtilegir piltar, hvor á sinn
hátt. Báðir höfðu fengið talsvert
kristilegt veganesti með sér frá
bernskuárunum og þegar ég kom
til þeirra í fyrsta skipti sögðust þeir
blátt áfram vilja vera persónulega
kristnir og tóku Nýja testamentinu
og sálmabókinni fegins hendi. Þeir
komu líka alltaf saman til altaris.
Eitt sinn um vorið kvaðst
Ragnar hafa þá frétt að færa að
hann væri búinn að fá náðun. En ég
var samt með sjálfum mér í dálitl-
um vafa. Boðin voru ekki borin á
réttan hátt. í Ijós kom að þetta var
allt á misskilningi byggt. Ekki löngu
síðar komu allt aðrar fréttir: Þeir
myndu ekki verða náðaðir.
Þannig liðu mánuðir. Tauga-
stríðið var með köflum hart. En
alltaf hafði bjartsýnin yfirhönd-
ina, bæði hjá piltunum og að-
standendum þeirra. Þegar sex
mánuðir voru liðnir héldu
jafnvel þeir tortryggnustu úr
okkar hópi enn að allt væri í
lagi.
Það var 28. júní 1943 -
einn af þessum björtu,
broshýru dögum sem í
öllum sínu sólríka
sumarskrúði eru kröftug
mótmæli gegn stríði og
djöflagangi. Ókunn
þýsk rödd kemur í
símann. Það var þýski
yfirpresturinn. Hann
átti að skila kveðju
frá vinum mínum
tveim í Akershus. „í nótt
fylgdi ég þeim áleiðis síðustu
ferðina."
Það leið nokkur timi þangað til
ég gat fengið mig til að trúa að
þetta væri satt. Átti það þá lika að
fara svona i þetta skipti! Ég sá fyrir
mér báða drengina. Þeir voru sann-
ir drengir í öllu, i hreyfingum, í
hugsun, í tali, í brosi. Áttu þeir þá
ekki heldur að fá að lifa! Ég sá fyrir
mér björt augun sem svo oft höfðu
mætt mér í klefadyrnunum eða
kirkjunni. Og nú höfðu þau lokast
fyrir fullt og allt...
Ég átti ekki annars úrkosta en að
skýra foreldrum drengjanna frá því
hvernig komið var. í meira en hálft
ár höfðu þeir strítt í angist og eftir-
væntingu og borist milli vonar og
ótta. Og nú átti þetta að enda svona.
Síðdegis sama dag átti ég tal
við yfirprestinn. Þetta var í fyrsta
22