Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 9
Gunnar Þórðarson,
bóndi, Grænumýrartungu
Með Gunnari Þórðarsyni, Grænumýrartungu, er fallinn í
valinn einn af heiðabændum þessa lands, búhöldur og hér-
aðshöfðingi. Bóndi, sem var útvörður byggðarinnar og hýsti
veðurbarða ferðamenn og vísaði þeim veginn yfir vandrat-
aða heiði-Holtavörðuheiði, sem tengir saman byggðir norð-
an,- vestan- og sunnanlands. Heyja varð hann að afla á
fjöllum uppi og standa yfir sauðfé í haga, þegar veðurguðir
leyfðu. Samhliða umfangsmiklum búskap hlóðust á fjalla-
bóndann margþætt trúnaðarstörf fyrir sveit, sýslu og landið í
heild.
Gunnar var fæddur 10. febrúar 1890 að Gilhaga í Bæjar-
hreppi, Strandasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður
Jónsdóttir, Magnússonar frá Bálkastöðum og Þórður Sig-
urðsson, Sigurðssonar frá Núpsseli í Miðfirði og kona hans
var Helga Þórðardóttir frá Ytri-Knarrartungu í Breiðuvík,
Snæfellsnesi. Gunnar var yngstur 6 bræðra, sem komust upp
af 11 systkinum. Allir urðu bræðurnir dugmiklir hagleiks-
menn og félagslega sinnaðir. Ungur vandist Gunnar öllum
störfum, sem að búskap lúta, og glímunni við náttúruöflin,
sem stundum reynast óblíð, en hann fann og kunni að meta
að verðleikum veðurblíðuna eftir strangan vetur. Þessi upp-
eldisskilyrði áttu sinn þátt í því að móta lífsviðhorf Gunnars
og leiða hugann að því á hvern hátt væri hægt að breyta
lífskjörum fólks, svo að baráttan fyrir dáglegu brauði yrði
viðráðanlegri en æskuárin gáfu til kynna. Skólagangan var
einn vetur í unglingaskólanum að Heydalsá, en heima-
fræðslan var notadrjúg, enda fróðleiksþráin mikil, minnið
ágætt og hver stund, er gafst, notuð til að lesa nýtar bækur.
Þekking á sögu lands og Iýðs var mikil og vel var fylgst með
málefnum þjóðarinnar. Þátttaka í ungmennafélagi, búnað-