Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 10
BÚNAÐARRIT
viii
arfélagi og samvinnufélagi var gagnlegur skóli. Þetta vega-
nesti, ásamt gjörhygli, reyndist Gunnari happasælt á lífs-
brautinni.
Árið 1913 hættir Þórður faðir Gunnars búskap í Grænu-
mýrartungu, en þar hafði hann búið frá því 1894. Gunnar
tekur þá jörðina á leigu, en kaupir hana 11 árum síðar eða
1924, og bjó hann þar myndarbúi í 40 ár eða til 1953.
Gunnar var bóndi ágætur. Hann byggði allt upp á jörðinni,
ræktaði og girti tún og haga, auk þess byggði hann árið 1930
vatnsaflsrafstöð, sem var stórvirki á þeim tímum. Mannvirki
þetta lýsir vel framsýni Gunnars og vakandi áhuga á nýjung-
um þeim, sem til heilla horfðu. Hann hafði gaman af búfé,
enda glöggur á ræktun þess og aldrei skorti hann hey, þótt
erfitt væri að afla þeirra.
Heimilið í Grænumýrartungu var ekki venjulegt heimili,
því auk bústarfanna var þar um alllangt skeið margþætt
fyrirgreiðsla við ferðamenn, jafnt á nótt sem degi. Áður en
bílaumferðin hófst varð oft að hýsa ferðamenn með hesta.
Það var mikil vinna við hestana. Þeir þurftu hús, hey, vatn og
góða aðhlynningu. Vinnudagurinn á heiðarbýlinu var langur
og hvíldin oft stutt. Þótt mikið mæddi á Gunnari í þessum
efnum, þá var það engu síður hans ágæta eiginkona, sem átti
þar hlut að máli, en árið 1916 kvænist hann Ingveldi Björns-
dóttur frá Fossi í Staðarhreppi. Hún var mikilhæf og dugleg
kona. Einn ferðamaður sagði um hana, að hann héldi að
„húsmóðirin í Grænumýrartungu gæti snúið sér við hundrað
sinnum á mínútu.“ Þessi ummæli lýsa Ingveldi vel og sýna,
að hún bæði gat og þurfti þess með að vera snör í snúningum.
Þau voru samhent hjónin og bæði miklum mannkostum
gædd. Árvekni og fyrirhyggja var þeim í blóð borin, svo
margt verkið vannst því léttar en ella. Þau eignuðust 2 dætur,
Sigríði gifta Ragnari Guðmundssyni, en þau bjuggu lengi í
Grænumýrartungu, eru nú búsett í Reykjavík, og Steinunni
gifta Benedikt Jóhannessyni, bónda og smið að Saurum í