Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 26
12
BÚNAÐARRIT
sem byggt var nær algjörlega á áliti nefndarinnar. Búnað-
arþing fékk málið til meðferðar og afgreiddi það ásamt
þremur öðrum erindum, sem lögð voru fyrir Búnaðarþing
um þetta málefni, með eftirfarandi ályktun í V liðum:
I. Búnaðarþing telur, að það ástand, sem nú hefur skapazt í
framleiðslu- og sölumálum landbúnaðarins af ýmsum sam-
verkandi orsökum, sanni enn nauðsyn þess að hafa í lögum
heimildir til aðhaldsaðgerða gegn offramleiðslu búvara.
Minnir þingið á samþykktir síðasta Búnaðarþings um þessi
mál. Búnaðarþing harmar, hve treglega gengur að fá slíkar
heimildir lögfestar, þrátt fyrir margítrekaðar óskir bænda-
samtakanna á undanfömum árum.
Búnaðarþing þakkar starf sjömannanefndar, er skipuð
var að ósk þess 1978. Frumvarp til breytinga á lögum 101/
1966, sem samið er í framhaldi af starfi nefndarinnar, hefur
veriðlagt fyrir Alþingi ogboriztBúnaðarþingi áþskj. 7. í því
felast, ef að lögum verður, heimildir handa Framleiðsluráði
til ákveðinna aðgerða til aðhalds búvöruframleiðslu.
Búnaðarþingi er ljóst, að mál þetta er enn í mótun á
Alþingi, en leggur áherzlu á, að þannig sé gengið frá þessum
ákvæðum, þegar lögfest verða, að Framleiðsluráð hafi svig-
rúm til þess með samþykki Stéttarsambandsfunda að beita
þeim aðferðum, sem heimilaðar verða (kvótakerfi, kjarn-
fóðurgjald) á þann hátt, sem bezt á við hverju sinni án þess,
að lagabreytingu þurfi.
Þannig séu ákvæðin svo skýrt orðuð, að ekki orki tvímælis,
að Framleiðsluráð geti valið um hvers konar útfærslu kvóta-
kerfis og kjamfóðurgjalds, ákveðið viðmiðun við fram-
leiðslu tiltekinna ára og sé heimilt að taka tillit til bústofns-
stærðar.
II. Bunaðarþing telur það mjög brýnt nú, að fram-
leiðslustefnan í landbúnaði verði endurskoðuð í samstarfi
bændasamtaka og stjórnvalda og jafnframt myndað virkt