Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 30
16
BÚNAÐARRIT
Milliþinganefnd til að endurskoða jarðræktarlög. í lok Bún-
aðarþings 1979 voru eftirtaldir þrír menn kosnir í milli-
þinganefnd, til þess að endurskoða jarðræktarlög nr. 79 frá
1972: þeir Bjarni Guðráðsson, bóndi, Nesi, Egill Jónsson,
ráðunautur og bóndi, Seljavöllum, og Einar Þorsteinsson,
ráðunautur og bóndi, Sólheimahjáleigu.
Aðalástæðan fyrir þessari nefndarskipun var, að Land-
búnaðarráðuneytið lagði fyrir Búnaðarþingið 1979 frum-
varp til laga um breytingar á 10. gr. Jarðræktarlaga nr. 79,
1972. Búnaðarþing klofnaði í málinu. Minni hlutinn, 6 full-
trúar, lagði til að vísa málinu frá, en ályktun meiri hluta var
samþykkt með nokkrum breytingum frá frumvarpi því, sem
Iagt hafði verið fyrir frá Landbúnaðarráðuneytinu. Ályktun
Búnaðarþings var send til landbúnaðarnefndar n. d. Al-
þingis. Alþingi tók til greina breytingartillögur meiri hluta
Búnaðarþings og samþykkti frumvarpið að því búnu. Eru
það lög nr. 43, 29. maí 1979.
Nefndin, sem Búnaðarþing skipaði, hefur haldið nokkra
fundi og lýkur vonandi starfi fyrir Búnaðarþing 1980.
Samstarfsnefnd um skipulagsmál í landbúnaði er enn að
störfum. í henni á Búnaðarfélag íslands einn fulltrúa, Ketil
A. Hannesson. Mun hann gera grein fyrir starfi nefndarinnar
í starfsskýrslu sinni.
Harðærisnefndin fyrri 1979. Með bréfi dags. 29. maí 1979
frá landbúnaðarráðherra var þess óskað, að Búnaðarfélag
íslands tilnefndi mann í nefnd, sem ríkisstjórnin hyggist
skipa, til þess að fjalla um erfiðleika bænda. Stjórn Búnað-
arfélags íslands tilnefndi sama dag formann félagsins, Ásgeir
Bjarnason, til að taka sæti í nefndinni. Auk hans áttu sæti í
þessari nefnd, Jón Guðmundsson, Óslandi, tilnefndur af
Stéttarsambandi bænda, og einn fulltrúi frá hverjum stjórn-
málaflokki á Alþingi, en þeir voru Eiður Guðnason, Ingi
Tryggvason, Kjartan Ólafsson og Steinþór Gestsson. Land-
búnaðarráðherra skipaði Inga Tryggvason formann
nefndarinnar.