Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 31
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA 17
Pessi nefnd hafði tvíþætt viðfangsefni. í fyrsta lagi að fjalla
um vandamál landbúnaðarins vegna ónógra útflutn-
ingsuppbóta, sem leiddi til þess, að bændur urðu að taka á sig
miklar byrðar vegna innvigtunargjalds á sauðfjár- og
nautgripaafurðir, sem varþá talið nema um 5,5 milljörðum á
verðlagsárinu. í öðru lagi átti nefndin að gera tillögur til
úrbóta þeim vanda, sem vorharðindin, með óvenju mikilli
kjarnfóðurgjöf og heyflutningum, höfðu valdið.
Nefnd þessi átti að skila af sér fyrir miðjan júní. Sam-
komulag varð ekki um framlög vegna útflutningsuppbóta á
búvörurnar, en meiri hluti nefndarinnar lagði til, að ríkið
legði fram 3 milljarða sem óafturkræft framlag vegna út-
flutningsbóta á verðlagsárinu 1978.
Hins vegar skilaði nefndin samhljóða áliti um úrlausn
vegna vorharðindanna á þann veg, að Bjargráðasjóði yrði
útvegað fé til að lána bændum allt að 300 milljónir króna,
verðtryggt, en vaxtalaust, vegna fóðurkaupa.
Árangur þessara nefndarstarfa hefur til þessa aðeins orðið
sá, að Bjargráðasjóði hefur verið gert kleift að taka 70
milljón króna harðærislán, en bændur óskuðu ekki eftir
hærri lánsfjárhæð með svo óhagstæðum kjörum, sem í boði
voru.
Ríkisstjórnin hefur til þessa ekki fallizt á að greiða þá þrjá
milljarða til útflutningsuppbóta vegna landbúnaðarvara,
sem meiri hluti nefndarinnar lagði til.
Harðœrisnefndin síðari. Þegar á sumarið leið og í ljós
kom, að heyfengur yrði bæði lítill og lélegur um allt norðan-
vert landið, kartöfluuppskera myndi bregðast að mestu leyti
norðanlands og verulega sunnanlands, og þar að auki yrði
fénaður óvenju rýr, þá sneri landbúnaðarráðherra, með
bréfi dags. 18. september, sér til Búnaðarfélags íslands með
ósk um, að félagið tilnefndi mann í nefnd, til þess að taka til
athugunar heyskaparástandið í landinu, og hvað væri helzt
til ráða um fóðuröflun, bústofnsfækkun og fjárstuðning
vegna harðærisins. Búnaðarfélagið tilnefndi Aðalbjörn