Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 33
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
19
Þátttaka í samtökum meö öðrum þjóðum
Norrænu bœndasamtökiti NBC. Búnaðarfélag íslands er
aðili að íslandsdeild NBC. Sveinn Tryggvason var nú for-
maður heildarsamtakanna, en hann hefur lengi verið for-
maður íslandsdeildarinnar. Óskaði hann að draga sig í hlé
eftir aðalfund samtakanna 1979. í hans stað var Jón Helga-
son, alþingismaður, Seglbúðum, kosinn formaður. Agnar
Guðnason, sem um árabil hefur verið ritari íslandsdeildar
samtakanna, var endurkosinn.
Aðalfundur samtakanna var haldinn að Laugarvatni 1. og
2. ágúst, en 3. ágúst fóru þátttakendur um Suðurland. Agnar
Guðnason skýrir frá gjörðum aðalfundarins í starfsskýrslu
sinni.
Samstarfsnefnd Landbúnaðarnefndar Norðurlandaráðs
hélt sinn árlega fund, þar sem landbúnaðarráðherrar
Norðurlandanna mæta auk embættismanna í nefndinni, í
Svíþjóð í ágúst 1979. Af íslands hálfu mætti þar auk land-
búnaðarráðherra, Steingríms Hermannssonar, Guðmundur
Sigþórsson, deildarstjóri í Landbúnaðarráðuneytinu. Á
fundinum voru gefnar upplýsingar um landbúnaðar-
framleiðslu aðildarlandanna, gerð grein fyrir breytingum á
bústofni hvers lands, auk þess sem kynnt voru nýmæli og
aðrar breytingar á landbúnaðarlöggjöf hvers lands.
Búfjárrœktarsamband Evrópu (EAAP). Búnaðarfélag
íslands er aðili að þessum samtökum, sem voru stofnuð
1949. Hin árlega ráðstefna samtakanna var haldin í Harro-
gate, Englandi. Sex íslendingar sóttu ráðstefnuna; Halldór
Pálsson, búnaðarmálastjóri, ráðunautarnir Erlendur Jó-
hannsson, Hjalti Gestsson, Ólafur R. Dýrmundsson og
Sveinn Hallgrímsson og Stefán Aðalsteinsson, deildarstjóri.
íslendingar sátu fundi í eftirfarandi deildum: Sauðfjárdeild,
nautgripadeild, fóðurfræðideild og erfðafræðideild. Þrír
þeirra fluttu erindi á fundunum. Ráðstefna þessi er mjög
lærdómsrík, óvenju vel skipulögð og án efa gagnlegasta er-
lend búfjárræktarráðstefna fyrir íslenzka búvísindamenn.