Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 35
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
21
hann okkur að Mávahlíð í Fróðárhreppi, þar sem góðir
hrútar voru skoðaðir. í bakaleið var farið um Heydal með
viðkomu á Snorrastöðum, Hvanneyri, Hesti og Gullbera-
stöðum. Þar tókst Hjalta Gestssyni að velja úrvalshrút, ætt-
aðan frá Gilsbakka, á sæðingarstöð. Það vakti athygli, er við
fórum um Snæfellsnes, hve víða sauðfé var vel framgengið
og hið sama gilti að vísu um Borgarfjörð, þótt þar væri það
víðar misjafnara.
Um Jónsmessu fór búnaðarmálastjóri skyndiferð um
Húnavatnssýslu. Þá var tíðarfar óskaplegt, dag eftir dag hlóð
niður krapahríð, þannig að snjókoma var mikil á hálendi og
hvítnaði niður í fjöru á hverri nóttu. Úrkomumagnið var
gífurlegt og fé leið mjög illa. Augljóst var að nokkur vanhöld
yrðu þá á fé, bæði myndu korkulömb drepast og lélegar
vetrarrúnar ær og úrskriðnar gamlar ær myndu krókna.
Vonandi gæta bændur betur að því, að vetrarrýja ekki of
mikið af fénu á næstu árum. Það var ofboðslegt að horfa
uppá vanlíðan fjárins í þessu langvarandi Jónsmessuhreti, og
sjá á eftir afurðum þess, sem svo mikið hafði verið gert til að
reyna að bjarga með óhemju tilkostnaði og erfiði á
sauðburði.
Dagana 11.—13. ágústferðaðistbúnaðarmálastjóri ásamt
stjórn stóru beitartilraunarinnar, sem framlags hefur notið
úr þróunarsjóði Sameinuðu þjóðanna, til að skoða nokkrar
af beitartilraununum. Með í förinni var öll stjórn beitarverk-
efnisins, þ. e. auk búnaðarmálastjóra, forstjóri Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðarins og landgræðslustjóri, og
þar að auki framkvæmdarstjóri verkefnisins, dr. Ólafur
Guðmundsson. Fyrst var athuguð beitartilraun með vetr-
unga í Sölvholti, þar sem mikill munur var á hópum, eftir því
sem á landið var lagt. Þá var skoðuð tilraunin í Kálfholti og
tilraunin í Álftaveri. Það sem einkennir báðar þessar til-
raunir er, hve grasgefið landið er, einkum ef það fær nokk-
um áburð, einnig virðast nautgripir og þó sérstaklega hross
(Kálfholt) þrífast betur á láglendisgróðrinum en lömb. Þarf
3