Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 41
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
27
því fé, sem Búnaðarþing veitir til náms- og kynnisferða:
Sigurjón J. Bláfeld, kr. 1.280.266.- og Hjalti Gestsson, kr.
150.000,-
Rétt er að geta þess, að brýn nauðsyn var fyrir Búnaðar-
félag íslands, að fá Sigurjón J. Bláfeld til þess að kynna sér
nýjustu aðferðir í ræktun, fóðrun og hirðingu refa og með-
ferð skinna fyrir markaðinn, til þess að hann gæti öruggur og
ókvíðinn tekið að sér leiðbeiningar í refarækt auk minka-
ræktar, sem hann hefur annazt leiðbeiningar í um árabil.
Verðlaunasjóður bændaskólanna
Á árinu 1979 hlutu þessir nemendur, er brautskráðust frá
bændaskólunum, bókaverðlaun: Valdimar Einarsson,
Lambeyrum, Laxárdal, Dalasýslu, brautskráður frá Hólum,
og Þorgeir B. Hlöðversson, Björgum, Ljósavatnshreppi,
Suöur-Þingeyjarsýslu, brautskráður frá Hvanneyri.
önnur störf búnaðarmálastjóra
Ég á sæti í stjórn Vísindasjóðs, kjörinn af Alþingi, í Skipu-
lagsnefnd fólksflutninga og í Veiðimálanefnd samkvæmt til-
nefningu Búnaðarfélags íslands. Ennfremur á ég sæti í stjórn
Framleiðnisjóðs.
Þá starfa ég að hluta sem sérfræðingur í búfjárrækt við
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins.
Lokaorð
Síðasta mánuð ársins var ég forfallaður vegna krankleika.
Þakka ég formanni Búnaðarfélagsins, stjórn þess og starfs-
fólki öllu, fyrir umburðarlyndi gagnvart mér á þessu tímabili
og hjálpsemi í þá veru, að allt gengi sinn vanagang, þótt ég
hyrfi frá í bili. Að lokum þakka ég samstarfsmönnum
mínum, hvar í stétt og stöðu, sem þeir starfa, fyrir ágætt
samstarf á árinu.
Halldór Pálsson