Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 61
SKÝRSLUR STARFSMANNA
47
Ég sat marga fundi í Eiturefnanefnd, er fjallað var um
varnarefni í garðyrkju og landbúnaði, og annaðist ýmiss
konar bréfaskriftir til erlendra aðila varðandi efni, sem talið
var æskilegt að fá á markað og skráð til nota hér á landi. Þá
vann ég áfram í nefnd, sem skipuð var af landbúnaðar-
ráðuneytinu, um mál er varða íslenzka garðyrkju og úttekt á
stöðu hennar. Var haldinn fjöldi funda og miðaði störfum
vel á árinu, en þó er enn eftir að ljúka vissum þáttum þessa
verks, sem er mjög umfangsmikið. Er þess vænst að loka-
skýrsla um þetta efni liggi fyrir á árinu 1980.
Ég teiknaði allmörg gróðurhús fyrir ýmsa aðila á árinu, og
gerði e'fnis- og kostnaðaráætlanir, en nýbyggingar voru með
minna móti eða um 3200 ferm. Nokkuð var um endur-
byggingu eldri húsa, en mikill hluti íslenzkra gróðurhúsa er
orðinn gamall og svarar á ýmsan hátt ekki nútíma kröfum.
Nýbyggingagjald á gróðurhús svo og erfiðleikar í fjár-
mögnun og mikill vaxtakostnaður á eflaust sinn þátt í, að
þessi mál hafa þróazt á þennan veg.
Æ fleiri garðyrkjubændur setja upp lýsingarkerfi til nota
við uppeldi ungplantna að vetrarlagi. Hefi ég kannað og
mælt ýmis slík kerfi á árinu.
Er það mjög áberandi að æ fleiri gera sér ljósa þýðingu
þess að koma með uppskeru sem fysrst á markað og lengja á
þann hátt uppskerutíma og minnka jafnframt toppa yfir
hásumarið.
Heildaruppskera tómata mun hafa verið um 440 tonn
(S.F.G. 347 tonn), en nokkrum örðugleikum er háð að fá
nákvæmar tölur vegna heimasölu, sem oft er meira og minna
óskráð, og sölu ýmissa aðila, er selja beint til verzlana.
Fyrstu innlendu tómatarnir komu á markað um miðjan
apríl, en magn í apríl óverulegt, ca. 370 kg, maí 36.7 tonn,
júní 72.3 tonn, júlí 67.8 tonn, ágúst 60.0 tonn, sept. 50.9
tonn,oAr. 41.2 tonn ognóv. 15.2 tonn. Þetta er miklu jafnari
framleiðsla á vaxtarskeiði en áður var, þegar júlímánuður
var ætíð langhæstur og uppskera miklu minni bæði fyrir og