Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 67
SKÝRSLUR STARFSMANNA
53
Mjólkurbú Flóamanna, að Stóru-Sandvík og loks á Þingvöll
og hlutum hina beztu fyrirgreiðslu og viðtökur.
Hinn 3. ágúst fór ég austur yfir Fjall með Lars Náslund,
tilraunastjóra frá Röbácksdalen í Svíþjóð, og sýndi honum
Nautauppeldisstöðina. Síðan heimsóttum við húsráðendur í
Litlu-Sandvík og skoðuðum búið þar. Pað er á til-
raunastöðinni hjá Náslund, sem sæði úr íslenzkum nautum
verður notað, en það var flutt út í byrjun ársins, sjá síðustu
starfsskýrslu. Ferðaðist Náslund um Eyjafjörð, Suður-Þing-
eyjarsýslu og Suðurland til að kynnast nánar íslenzkri
nautgriparækt og naut fyrirgreiðslu héraðsráðunauta. Hafði
hann mánuði áður gert ferð til Oslóar, þar sem ég var þá
staddur, til að skipuleggja íslandsferðina. Til Hríseyjar fór
ég 3 ferðir á árinu vegna ræktunar holdagripa þar. Nf.
Skeiðamanna minntist 70 ára afmælis síns á hátíðarfundi 29.
nóv., sem við Erlendur Jóhannsson sátum.
Ferðalag erlendis. Norræna búfræðifélagið, N.J.F., hélt
XVI. ráðstefnu sína 3.—6. júlí í Osló. Hafði ég hug á að
sækja hana og þá ekki sízt vegna þess, að kostur gafst á að
fara í ferðalag til Vesturlandsins að loknum fundum, m. a. til
Voss og um Þelamörk, en þangað hafði ég aldrei komið.
Bauð stjóm Búnaðarfélagsins mér styrk til ferðarinnar.
Þessi ferð um Vestur-Noreg var ánægjuleg og margt fróðlegt
að sjá, en ég varð fyrir vonbrigðum með, að varla sást kýr
eða kind á þessu ferðalagi. Hins vegar var berja- og gróður-
húsarækt gerð góð skil svo og lýsingu á Iandsháttum. Margir
íslendingar sóttu ráðstefnuna, og mun formaður ís-
landsdeildarinnar, Óli Valur Hansson, skýra frá henni í
starfsskýrslu sinni og væntanlega fleiri af starfsfélögum
mínum.
Nefndarstörf. Ég var áfram formaður kynbótanefndar,
sem starfar á sviði nautgriparæktar, sjá II. kafla þessarar
skýrslu. Ég átti sæti í Tilraunaráði landbúnaðarins og sat
fundi þess 25. júní og 7. desember. Þá er ég formaður í einni
5